Eldflaugar höfnuðu í lögsögu Japans

Norður-Kórea | 15. júní 2023

Eldflaugar höfnuðu í lögsögu Japans

Tvær eldflaugar sem skotið var frá Norður-Kóreu lentu í sjónum í efnahagslögsögu Japans í dag.

Eldflaugar höfnuðu í lögsögu Japans

Norður-Kórea | 15. júní 2023

Fumio Kishida, forsætisráðherra Japans, á fjölmiðlafundi í dag.
Fumio Kishida, forsætisráðherra Japans, á fjölmiðlafundi í dag. AFP/Jiji Press

Tvær eldflaugar sem skotið var frá Norður-Kóreu lentu í sjónum í efnahagslögsögu Japans í dag.

Tvær eldflaugar sem skotið var frá Norður-Kóreu lentu í sjónum í efnahagslögsögu Japans í dag.

Þetta staðfesti Kimi Onoda, varavarnarmálaráðherra Japans, við fjölmiðla þar í landi í dag.

Fumio Kishida, forsætisráðherra Japans, segir að ekki hafi verið tilkynnt um neitt tjón vegna eldflauganna.

„Eldflaugaskotin í dag brjóta á samþykktum Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og eru kærulaus verknaður sem ögrar alþjóðasamfélaginu,“ sagði Kishida við fjölmiðla í dag.

mbl.is