Er viss um að Rússar vinni stórsigur

Norður-Kórea | 13. september 2023

Er viss um að Rússar vinni stórsigur

Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kór­eu, tjáði Vla­dimír Pútín, forseta Rússlands, á fundi þeirra í Rússlandi í dag að hann sé viss um að Rússar vinni mikinn sigur í stríðinu við Úkraínu.

Er viss um að Rússar vinni stórsigur

Norður-Kórea | 13. september 2023

Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kór­eu, tjáði Vla­dimír Pútín, forseta Rússlands, á fundi þeirra í Rússlandi í dag að hann sé viss um að Rússar vinni mikinn sigur í stríðinu við Úkraínu.

Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kór­eu, tjáði Vla­dimír Pútín, forseta Rússlands, á fundi þeirra í Rússlandi í dag að hann sé viss um að Rússar vinni mikinn sigur í stríðinu við Úkraínu.

„Við erum þess fullviss um að rússneski herinn og fólkið muni vinna stóran sigur í réttlátri baráttu til að refsa illum hópum sem sækjast eftir yfirráðum, útrás og metnaði,“ sagði Kim við Pútin þegar þeir lyftu glösum yfir kvöldverði.

Pútín hrósaði samvinnu og vináttu á milli þjóðanna og sagði að hann sæi möguleika á hernaðarsamstarfi við Norður-Kóreu. Pútín hafði áður sagt að Rússar gætu aðstoðað N-Kóreumenn við byggingu gervihnatta.

Gamall vinur betri en tveir nýir

Vopnabúr Norður-Kóreumanna hefur valdið ótta og áhyggjum nágrannalanda þeirra og beinast áhyggjurnar ekki síst að því að Norður-Kóreumenn útvegi Rússum vopn í stríðinu við Úkraínu í skiptum fyrir aðstoð þeirra í þróun og byggingu gervihnatta. Bandarískir embættismenn og sérfræðingar hafa sagt að Rússar hafi mikinn áhuga á að kaupa vopnin.

„Gamall vinur er betri en tveir nýir,“ sagði Pútín á fundinum, sem stóð yfir í um tvær klukkustundir, og vitnaði í rússneskt spakmæli og vísaði til hlutverks Sovétríkjanna í Kóreustríðinu.

Kim Jong Un og Vla­dimír Pútín takast í hendur fyrir …
Kim Jong Un og Vla­dimír Pútín takast í hendur fyrir fund þeirra í Vostochny-geim­ferðastöðinni. AFP
mbl.is