Vill auka samstarfið við Norður-Kóreu

Norður-Kórea | 15. ágúst 2023

Vill auka samstarfið við Norður-Kóreu

Vladimír Pútín Rússlandsforseti hvatti rússnesk stjórnvöld og norðurkóresk stjórnvöld til þess að auka samstarf sitt í yfirlýsingu til Kim Jong Un, leiðtoga Norður-Kóreu, vegna þjóðhátíðardags Norður-Kóreu. 

Vill auka samstarfið við Norður-Kóreu

Norður-Kórea | 15. ágúst 2023

Vladimír Pútín Rússlandsforseti.
Vladimír Pútín Rússlandsforseti. AFP/Alexander Kazakov

Vladimír Pútín Rússlandsforseti hvatti rússnesk stjórnvöld og norðurkóresk stjórnvöld til þess að auka samstarf sitt í yfirlýsingu til Kim Jong Un, leiðtoga Norður-Kóreu, vegna þjóðhátíðardags Norður-Kóreu. 

Vladimír Pútín Rússlandsforseti hvatti rússnesk stjórnvöld og norðurkóresk stjórnvöld til þess að auka samstarf sitt í yfirlýsingu til Kim Jong Un, leiðtoga Norður-Kóreu, vegna þjóðhátíðardags Norður-Kóreu. 

„Ég er viss um að við munum halda áfram að byggja upp tvíhliða samvinnu á öllum sviðum til hagsbóta fyrir þjóðir okkar, í þágu þess að efla stöðugleika og öryggi á Kóreuskaga og í allri Norðaustur-Asíu,“ sagði í yfirlýsingu Pútín.

Hann sagði að grunnurinn að samvinnu ríkjanna tveggja var gerður er Norður-Kóreu hlaut frelsi frá Japan eftir „erfiða stríðstíma“.

Í júlí fór Ser­gei Sjoígú, varn­ar­málaráðherra Rúss­lands, til Norður-Kóreu, þar sem Kim Jong Un sýndi honum nýj­ustu vopn norðurkór­eska hers­ins.

Ant­hony Blin­ken, ut­an­rík­is­ráðherra Banda­ríkj­anna, sagði í kjölfar heimsóknarinnar að Sjogíu hefði verið í Norður-Kóreu til þess að tryggja Rússum vopn til notkunar í Úkraínustríðinu. 

mbl.is