Kjarnorkutilraunir Norður-Kóreu kæmu ekki á óvart

Norður-Kórea | 17. júlí 2023

Kjarnorkutilraunir Norður-Kóreu kæmu ekki á óvart

Jake Sullivan, þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjaforseta, segir að það kæmi ekki á óvart ef Norður-Kórea myndi framkvæma tilraunir með kjarnorkusprengjur. Segir hann þetta í kjölfar tilraunaskots nýj­asta flug­skeyt­is Norður-Kóreu­manna.

Kjarnorkutilraunir Norður-Kóreu kæmu ekki á óvart

Norður-Kórea | 17. júlí 2023

Þjóðaröryggisráðgjafinn Jake Sullivan.
Þjóðaröryggisráðgjafinn Jake Sullivan. AFP/Jim Watson

Jake Sullivan, þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjaforseta, segir að það kæmi ekki á óvart ef Norður-Kórea myndi framkvæma tilraunir með kjarnorkusprengjur. Segir hann þetta í kjölfar tilraunaskots nýj­asta flug­skeyt­is Norður-Kóreu­manna.

Jake Sullivan, þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjaforseta, segir að það kæmi ekki á óvart ef Norður-Kórea myndi framkvæma tilraunir með kjarnorkusprengjur. Segir hann þetta í kjölfar tilraunaskots nýj­asta flug­skeyt­is Norður-Kóreu­manna.

Sullivan var til viðtals í spjallþættinum „Face the Nation“ á bandarísku sjónvarpsstöðinni CBS. Þar sagðist hann lengi hafa haft áhyggjur af því að Norður-Kórea færi að framkvæma tilraunir með kjarnavopn í sjöunda skiptið.

„Ég sé ekki neinar vísbendingar sem benda til þess að það muni gerast von bráðar,“ bætir Sullivan þó við.

Biden tilbúinn að setjast að samningaborði

Norður-Kórea tilkynnti á fimmtudaginn að til­rauna­skot nýj­asta flug­skeyt­is landsins hefði tekist vel. Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, hefði sjálfur farið með umsjón með skotinu. Flugskeytið er jafn­framt það afl­mesta sem ríkið hef­ur átt.

Sulliven ítrekaði að það stæði til boða fyrir Norður-Kóreumenn að setjast við samningaborðið með bandarískum yfirvöldum. Segir hann að Joe Biden Bandaríkjaforseti sé „tilbúinn að setjast niður og tala skilyrðislaust um kjarnorkumálin“.

mbl.is