Öll viðfangsefni til umræðu á fundinum

Norður-Kórea | 13. september 2023

Öll viðfangsefni til umræðu á fundinum

Vladimír Pútín, Rússlandsforseti, og Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, hittust árla morguns í dag. Búist er við því að vopnasala hafi verið á fundardagskrá.

Öll viðfangsefni til umræðu á fundinum

Norður-Kórea | 13. september 2023

Starfsbræðurnir tveir hittust í geimferðastöð í austurhluta Rússlands.
Starfsbræðurnir tveir hittust í geimferðastöð í austurhluta Rússlands. AFP

Vladimír Pútín, Rússlandsforseti, og Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, hittust árla morguns í dag. Búist er við því að vopnasala hafi verið á fundardagskrá.

Vladimír Pútín, Rússlandsforseti, og Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, hittust árla morguns í dag. Búist er við því að vopnasala hafi verið á fundardagskrá.

Leiðtogarnir tveir hittust í Vostochny-geimferðastöðinni í austurhluta Rússlands og veitti Pútín starfsbróður sínum skoðunarferð um stöðina.

Aðstoð við þróun njósnagervihnatta

Fyrir utan geimferðastöðina fengu blaðamenn færi á að spyrja Pútín spurninga. Spurður hvort ræddur yrði sá möguleiki að Rússar myndu aðstoða Norður-Kóreumenn við þróun gervihnatta svaraði Pútín því játandi og bætti við að það væri reyndar ástæðan fyrir fundarstaðnum.  

Norður-Kóreumönnum hefur tvisvar mistekist að koma á fót njósnagervihnöttum og því voru margir sem spáðu því að það yrði efni fundarins. 

Áhyggjur af vopnasölu

Spurður hvort hernaðarsamstarf, þar á meðal sala hergagna Norður-Kóreu til Rússlands, yrði til umræðu svaraði Pútín að öll viðfangsefni yrðu til umræðu.  

Vopnabúr Norður-Kóreumanna hefur valdið nágrannalöndum þeirra miklum ótta og áhyggjum, og tíðari heræfingar þeirra upp á síðkastið hafa ekki bætt úr skák. Áhyggjur eru uppi um að Norður-Kóreumenn útvegi Rússum vopn til að nota í innrás sinni í Úkraínu, í skiptum fyrir aðstoð þeirra í þróun gervihnatta. 

Skutu upp tveimur eldflaugum

Á fundi þeirra starfsbræðra lýsti Kim yfir þakklæti sínu fyrir góðar móttökur í Rússlandi og sagði samstarf landanna á milli í öndvegi.

„Ég er þess viss að við munum standa saman í baráttunni gegn heimsvaldastefnu,“ bætti norðurkóreski leiðtoginn við.

Rétt fyrir fundinn skaut norðurkóreski herinn upp tveimur eldflaugum í austurhluta landsins.

mbl.is