Norður-Kórea býður golfurum á mót

Norður-Kórea | 9. ágúst 2023

Norður-Kórea býður golfurum á mót

Norður-Kórea hefur ákveðið að blása til golfmóts í höfuðborginni Pyongyang og býður golfurum á hvaða getustigi sem er að taka þátt.

Norður-Kórea býður golfurum á mót

Norður-Kórea | 9. ágúst 2023

Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu.
Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu. AFP

Norður-Kórea hefur ákveðið að blása til golfmóts í höfuðborginni Pyongyang og býður golfurum á hvaða getustigi sem er að taka þátt.

Norður-Kórea hefur ákveðið að blása til golfmóts í höfuðborginni Pyongyang og býður golfurum á hvaða getustigi sem er að taka þátt.

Takmarkanir hafa verið í gildi þar síðan í byrjun ársins 2020 en nú eru blikur á lofti um að ráðamenn séu hafnir að slaka á landamæravörslu. Í síðustu viku mættu kínverskir og rússneskir embættismenn þangað á hersýningu.

Óljóst hvenær mótið fer fram

„Golfkeppni er haldin hvert vor og haust á golfvellinum í Pyongyang. Erlendum golfspilurum er boðið að taka þátt í keppninni og mynda tengsl við kóreska golfara,“ segir á heimasíðu Pyongyang. 

Þar fylgdi með netfang og símanúmer ferðaþjónustufyrirtækis sem sæi um golfferðir, undir ferðaþjónustustofnun Pyongyang en ekki kom fram hvenær mótið færi fram. 

Norður-Kórea var skráð á nokkra íþróttaviðburði fyrr á árinu en enginn keppti fyrir hönd ríkisins. Greinendur telja að kínverskir ferðamenn muni í auknum mæli sækja Norður-Kóreu heim ef fram heldur sem horfir.

mbl.is