Equinor fjárfestir í Carbon Recycling International

Norður-Kórea | 19. júní 2023

Equinor fjárfestir í Carbon Recycling International

Carbon Recycling International (CRI) hefur lokið fjárfestingarlotu upp á 30 milljón bandaríkjadala, sem eru rúmir fjórir milljarðar íslenskra króna.

Equinor fjárfestir í Carbon Recycling International

Norður-Kórea | 19. júní 2023

Sigurlína Ingvarsdóttir, stjórnarformaður CRI hf.
Sigurlína Ingvarsdóttir, stjórnarformaður CRI hf. Ljósmynd aðsend/Baldur Kristjánsson

Carbon Recycling International (CRI) hefur lokið fjárfestingarlotu upp á 30 milljón bandaríkjadala, sem eru rúmir fjórir milljarðar íslenskra króna.

Carbon Recycling International (CRI) hefur lokið fjárfestingarlotu upp á 30 milljón bandaríkjadala, sem eru rúmir fjórir milljarðar íslenskra króna.

Meðal nýrra fjárfesta í fyrirtækinu er Equinor Ventures, fjárfestingararmur Equinor, hið norska fyrirtæki sem í eina tíð hét Statoil. Í tilkynningu segir að aðrir fjárfestar sem komið hafi inn við þessa fjármögnun hafi verið Gildi lífeyrissjóður, Sjóvá og Lífeyrissjóður Vestmannaeyja.

CRI hefur þróað leiðandi tæknilausn á heimsvísu sem gerir viðskiptavinum þeirra kleift að framleiða metanól á umhverfisvænan hátt úr koltvísýringi og vetni, sem síðan er hægt að nýta sem grænan orkugjafa eða í efnavörur.

Tæknilausnin var þróuð og prófuð á Íslandi og var í kjölfarið innleidd í stærstu verksmiðju sinnar tegundar í heiminum. Á meðal annarra, stórra hluthafa í fyrirtækinu eru Geely, Methanex og Eyrir Invest.

Tilbúin til að stækka enn frekar

„Þrjátíu milljón dollara fjárfesting Equinor Ventures og annarra sterkra fjárfesta sem ganga nú í hluthafahóp CRI undirstrikar trú á tækni félagsins og þá markaðsmöguleika sem blasa við CRI. Fyrirtækið er nú vel í stakk búið til að vaxa á alþjóðlegum markaði, með einstaka tæknilausn í fararbroddi sem mun gegna stóru hlutverki í grænum orkuskiptum,“ segir Sigurlína Ingvarsdóttir, stjórnarformaður Carbon Recycling International.

mbl.is