Í 27 klukkustundir að endurskapa útlit Doja Cat

Förðunartrix | 8. febrúar 2023

Í 27 klukkustundir að endurskapa útlit Doja Cat

Tónlistarkonan Doja Cat vakti heimsathygli á dögunum þegar hún mætti á tískuvikuna í París þakin 30 þúsund Swarovski-kristöllum. Förðunarfræðingurinn Holly Murray ákvað að endurskapa töfrandi útlit tónlistarkonunnar á TikTok, en það tók hana 27 klukkustundir samfleytt.

Í 27 klukkustundir að endurskapa útlit Doja Cat

Förðunartrix | 8. febrúar 2023

Förðunarfræðingurinn Holly Murray eyddi 27 klukkustundum samfleytt í að endurgera …
Förðunarfræðingurinn Holly Murray eyddi 27 klukkustundum samfleytt í að endurgera útlit tónlistarkonunnar Doja Cat. Samsett mynd

Tónlistarkonan Doja Cat vakti heimsathygli á dögunum þegar hún mætti á tískuvikuna í París þakin 30 þúsund Swarovski-kristöllum. Förðunarfræðingurinn Holly Murray ákvað að endurskapa töfrandi útlit tónlistarkonunnar á TikTok, en það tók hana 27 klukkustundir samfleytt.

Tónlistarkonan Doja Cat vakti heimsathygli á dögunum þegar hún mætti á tískuvikuna í París þakin 30 þúsund Swarovski-kristöllum. Förðunarfræðingurinn Holly Murray ákvað að endurskapa töfrandi útlit tónlistarkonunnar á TikTok, en það tók hana 27 klukkustundir samfleytt.

Það var Daniel Roseberry, listrænn stjórnandi Schiaparelli, og förðunarfræðingurinn Dame Pat McGrath, sem hönnuðu útlit Doja Cat. Á vef BBC kom fram að teymi tónlistarkonunnar hafi verið í fimm klukkutíma að skreyta hana og klæða. 

27 klukkustundir og 13 þúsund steinar

Murray ákvað að endurskapa útlitið á samfélagsmiðlinum TikTok, en hún eyddi þó aðeins lengri tíma í það en teymi Doja Cat. Murray var í 27 klukkustundir samfleytt að klára lúkkið og notaði 13 þúsund steina. 

@hollymurraymakeup

DOJA CAT SCHIAPARELLI INSPIRED LOOK ✨ THIS TOOK 27 Hours! Guess how many rhinestones?!

♬ desperado x need to know II by altegomusic - ALTÉGO

Var í heila viku að jafna sig

Eftir að hafa vakað í 27 klukkustundir tók það Murray heila viku að jafna sig. Í samtali við Manchester Evening News sagðist Murray hafa byrjaði að setja steina á andlitið á sér 26. janúar klukkan 11:00, en hún kláraði ekki fyrr en klukkan 14:30 daginn eftir.

„Það er þreytandi að gera það sama aftur og aftur. Það eina sem ég gerði var að taka upp stein og líma hann á líkamann. Á einum tímapunkti var ég hætt að sjá almennilega,“ sagði hún. 

Murray deildi öðru myndskeiði þar sem hún tók steinana af, en hún virðist hafa notað fljótandi latex undir steinana. Myndskeiðin tvö hafa vakið heilmikla athygli, en samanlagt hafa þau fengið rúmlega 38 milljónir áhorfa. 

@hollymurraymakeup

Removing 27 hours worth of makeup with liquid latex! 😱

♬ original sound - Holly Murray Makeup
mbl.is