Frasarnir sem fólk elskar að hata á félagsmiðlum

Instagram | 17. febrúar 2023

Frasarnir sem fólk elskar að hata á félagsmiðlum

Undanfarin ár hefur borið mikið á frösum sem ýmsir tileinka sér þegar þeir deila myndum á félagsmiðlum. Óljóst er hver uppruni þessa frasa er fyrir utan eitt afbrigði sem er ættað frá Dalvík. Flestir frasarnir eru undir enskum áhrifum. Hvað er mest áberandi og hallærislegt á félagsmiðlum í dag? Smartland fékk aðstoð frá nokkrum samfélagsrýnum sem deildu hvað þau elska að hata. 

Frasarnir sem fólk elskar að hata á félagsmiðlum

Instagram | 17. febrúar 2023

Undanfarin ár hefur borið mikið á frösum sem ýmsir tileinka sér þegar þeir deila myndum á félagsmiðlum. Óljóst er hver uppruni þessa frasa er fyrir utan eitt afbrigði sem er ættað frá Dalvík. Flestir frasarnir eru undir enskum áhrifum. Hvað er mest áberandi og hallærislegt á félagsmiðlum í dag? Smartland fékk aðstoð frá nokkrum samfélagsrýnum sem deildu hvað þau elska að hata. 

Undanfarin ár hefur borið mikið á frösum sem ýmsir tileinka sér þegar þeir deila myndum á félagsmiðlum. Óljóst er hver uppruni þessa frasa er fyrir utan eitt afbrigði sem er ættað frá Dalvík. Flestir frasarnir eru undir enskum áhrifum. Hvað er mest áberandi og hallærislegt á félagsmiðlum í dag? Smartland fékk aðstoð frá nokkrum samfélagsrýnum sem deildu hvað þau elska að hata. 

Samfélagsrýnendur voru sammála um að „okkar besti maður/okkar besta kona“ væri ofnotað og líka frasar eins og „besta mín“ eða „besti minn.“

Einhverjir höfðu orð á því að það að segja „litli“ eitthvað á undan orði væri hallærislegt.

Dæmi:

„Litla veislan.“

„Litla ævintýrið.“

„Litla trítið.“

„Litli meistari.“

„Litli tankurinn.“

„Litla kraftaverkið.“

Sérfræðingar sem Smartland talaði við vildu meina að það að setja áhersluorð á undan einhverju merkilegu ætti rætur sínar að rekja til Dalvíkur. Aðrar setningar sem fólk hefur óbeit á eru til dæmis þessar:

„Kósí á mig.“

„Trít á mig.“

„Pedó á mig.“

Pedó á mig þýðir víst að manneskja hafi farið í fótsnyrtingu. Pedó er stytting á orðinu pedicure sem þýðir fótsnyrting á íslensku. Trít er stytting á enska orðinu treatment sem þýðir meðferð á íslensku. Það er kannski ástæðan fyrir því að fólk notar setningar eins og „trít á mig“ því „meðferð á mig“ gæti misskilist. Reglulega koma upp ný orð á félagsmiðlum. Nýjasta orðið sem tröllríður öllu þessa dagana er orðið „lönni“. Það er stytting á orðinu lunch á ensku sem þýðir hádegismatur.

Dæmi um notkun á orðinu „lönna“:

„Lönni með besta mínum“ eða „litlu næsheitin væru að slæda í lönna í svona klukkara.“

Eitt sinn komst orðið „linner“ í tísku á félagsmiðlum en það rammaði inn ákveðna stemningu þegar hádegismatur lengdist yfir í kvöldmat. Yfirleitt var áfengi haft um hönd þegar fólk fór í „linner“ „Linner“ var samsuða af ensku orðunum lunch og dinner. Flestir eru hættir að nota orðið „linner“ enda löngu hætt að vera töff að byrja að drekka og borða í hádeginu og vera í algeru stjórnleysi fram á kvöld. Nema að fólk vinni hjá ríkinu og njóti forréttinda vinnustyttingarinnar.

Draumalíf sem er í raun martröð

Svo er það draumurinn um drauminn. Félagsmiðlar eru fullir af setningum og orðum þar sem drauma-eitthvað kemur fyrir. Flestir eru orðnir langþreyttir á draumatalinu enda lífið frekar eins og eins stór martröð – ekki draumur.

Dæmi:

„Draumadagur.“

„Draumadeit.“

„Draumahús.“

„Drauma-outfit.“

„Draumakona.“

„Draumabarn.“

„Draumavinnan.“

Svo er ekki hægt að minnast á ofnotuð orð á félagsmiðlum nema minnast á orðið „fjúddifjú". Þetta orð þýðir að eitthvað sé stórkostlegt og er í rauninni lýsing á blístri. Áður en félagsmiðlar komu til sögunnar notaði fólk ýmis hljóð til að lýsa velþóknun sinni en slíkt er fátíðara í dag. Líklega er það vegna þess að fólk starir frekar ofan í símann sinn en að þurfa að eiga mannleg samskipti.

Orðið „mættust“ eða „mættastur“ eða jafnvel „mæti svo fast“ eru mikið notuð á félagsmiðlum. Slíkt þykir nokkuð úrelt.

Svo er það mín allra besta sem fer svakalega í taugarnar á fólki. Eins og til dæmis:

„Mín allra besta á daginn í dag“ en hér er átt við að einhver, sem fólki þykir vænt um, eigi afmæli.

„Mínar allra bestu að njóta“ fer líka fyrir brjóstið á fólki en þessi setning er oft notuð þegar tvær eða fleiri hittast og lyfta sér upp. Svo er frasinn „þá sjaldan“ enn geysivinsæll.

Svo eru það afmæliskveðjurnar á Facebook. Einn samfélagsrýnir hafði orð á því að eftirfarandi setningar væru óþolandi:

„Megi afmælisdagurinn verða eins dásamlegur og þú.“

„Til hamingju besta mín, með enn einn hringinn í kringum sólina.“

Hópurinn var sammála um að hafa óbeit á setningunni „þú ert geitin“. Um er að ræða íslenska þýðingu á orðinu GOAT sem er skammstöfun á „Greatest Of All Time“.

Setningar eins og „ein heppin kona“ við myndir á félagsmiðlum þykir úr sér gengið og líka „elsk“ eða „elska mest“. Hvers vegna þarf alltaf allt að vera í efsta stigi?

Talandi um efsta stig, þá hefur fólk takmarkaða þolinmæði fyrir því þegar fólk bætir -gull eða -mús aftan við nöfn barna sinna. „Selmugull í afadekri í kvöld“ er til dæmis óþarfa setning og myndi „Selma fær að vera hjá afa í kvöld“ nægja.

Eitt af því sem fólk hatar á félagsmiðlum og það er þegar fólk birtir myndir af sér í sparifötum og segist vera ýmist „brúðkaupsfínt“, „afmælisfínt“ eða jafnvel „jarðarfararfínt.“

Fólk er líka orðið verulega þreytt á þessum orðum:

„Hygge.“

„Feeling blessed.“

„London fer vel með mig.“

„Í París að lifa og njóta.“

„Nú mega jólin koma fyrir mér.“

Fólk sem vill hressa upp á ásýndina á félagsmiðlum ætti að leggja örlítið meiri metnað í textann. Hafa hann grípandi og sniðugan. „Brúðkaupsfín“ og „mínar bestu að njóta“ eru svolítið á sama stað og gervi-Rólex-úr og djammskyrtur úr straufríu efni. Svona rétt í lokin þá voru sérfræðingar á einu máli um að setningar á borð við „skrifstofa dagsins“ og „hreyfing dagsins“ væri með öllu dottnar úr tísku.

mbl.is