Bestu fjölskylduvænu hótelin á Mallorca

Spánn | 26. febrúar 2023

Bestu fjölskylduvænu hótelin á Mallorca

Sólarfrí með fjölskyldunni er alltaf góð hugmynd. Fjölskyldufrí geta þó verið áskorun fyrir marga foreldra og þá er eins gott að bóka á fjölskylduvænu hóteli þar sem nóg er um að vera fyrir krakkana. 

Bestu fjölskylduvænu hótelin á Mallorca

Spánn | 26. febrúar 2023

Ferðavefurinn tók saman fjölskylduvæn hótel á Mallorca.
Ferðavefurinn tók saman fjölskylduvæn hótel á Mallorca. Samsett mynd

Sólarfrí með fjölskyldunni er alltaf góð hugmynd. Fjölskyldufrí geta þó verið áskorun fyrir marga foreldra og þá er eins gott að bóka á fjölskylduvænu hóteli þar sem nóg er um að vera fyrir krakkana. 

Sólarfrí með fjölskyldunni er alltaf góð hugmynd. Fjölskyldufrí geta þó verið áskorun fyrir marga foreldra og þá er eins gott að bóka á fjölskylduvænu hóteli þar sem nóg er um að vera fyrir krakkana. 

Mallorca er frábær staður fyrir fjölskyldur og þar er að finna mjög góð hótel fyrir allar fjölskyldugerðir. Í raun eru mörg af bestu hótelum eyjunnar einmitt mjög fjölskylduvæn svo foreldrar þurfa ekki að gefa neinn afslátt af öðrum þægindum. 

Zafiro Palace Alcúdia

Þetta hótel er í Poerto de Alcúdia hverfinu á Mallorca og með alls konar dagskrá sem er sér hönnuð fyrir börn. Hótelið er með fimm stjörnur svo foreldrarnir geta notið alls þess besta sem lífið hefur upp á að bjóða og haft gaman með börnunum sínum. Þar eru fjölskyldusvítur fyrir allt að sex manna fjölskyldur með beinan aðgang að sundlaug. Á hótelinu er krakkaklúbbur fyrir börn á aldrinum 4 til 16 ára.

Zafiro Palace Alcúdia.
Zafiro Palace Alcúdia. Ljósmynd/Zafiro Palace Alcúdia

Belmond La Redidencia

Á Belmond hótelinu Deia-hverfinu er nóg að gera fyrir krakkana. Þar geta krakkarnir farið á matreiðslunámskeið, farið í lautarferðir, heimsótt asna og fengið leiðsögn í tennis. Krakkaklúbburinn er fyrir fjögurra ára og eldri og hægt er að ráða barnfóstru á hótelinu. 

Stór herbergi eru í boði og frábærar svítur fyrir alla fjölskylduna.

Belmond La Redidencia.
Belmond La Redidencia. Ljósmynd/Belmond La Redidencia

Hotel Portixol

Portixol er í samnefndu hverfi í borginni Palma. Í grennd við hótelið er Palma-ströndina. Miðbærinn er í stuttri göngufjarlægð frá hótelinu og hægt að leigja hjól á hótelinu. Þá er frábær sundlaug á hótelinu þrátt fyrir að vera í borginni. 

Hotel Portixol.
Hotel Portixol. Ljósmynd/Hotel Portixol

Jumeirah Port Sóller Hotel & Spa

Þetta hótel er staðsett ofan á kletti með glæsilegt útsýni yfir Port de Sóller. Þetta er glæsilegt lúxushótel með krakkaklúbb fyrir börn á aldrinum 3 til 12 ára. Gestir fá tvær klukkustundir fríar á dag fyrir börnin sín. 

Jumeirah Port Sóller Hotel & Spa.
Jumeirah Port Sóller Hotel & Spa. Ljósmynd/Jumeirah Port Sóller Hotel & Spa

Robinson Club Cala Serena

Þetta hótel er fyrir fjölskyldur sem elska að hreyfa sig. Hægt er að sopila tennis og fótbolta við hótelið og einnig er hægt að fara í fjallahjólaferðir frá því. Þá er krakkaklúbbur fyrir þriggja ára og eldri og hægt er að bóka barnapössun.

Robinson Club Cala Serena.
Robinson Club Cala Serena. Ljósmynd/Robinson Club Cala Serena
mbl.is