Í haustlægðinni eru þessar alveg upplagðar

Andleg heilsa | 15. október 2023

Í haustlægðinni eru þessar alveg upplagðar

Haustið er sannarlega skollið á með sínum kostum og göllum. Nú þegar nákaldur haustvindurinn er byrjaður að hvína er fátt jafn notalegt og kertaljós, kósísokkar og góðar kvikmyndir.

Í haustlægðinni eru þessar alveg upplagðar

Andleg heilsa | 15. október 2023

Hver er þín uppáhaldsmynd?
Hver er þín uppáhaldsmynd? Samsett mynd

Haustið er sannarlega skollið á með sínum kostum og göllum. Nú þegar nákaldur haustvindurinn er byrjaður að hvína er fátt jafn notalegt og kertaljós, kósísokkar og góðar kvikmyndir.

Haustið er sannarlega skollið á með sínum kostum og göllum. Nú þegar nákaldur haustvindurinn er byrjaður að hvína er fátt jafn notalegt og kertaljós, kósísokkar og góðar kvikmyndir.

Í tilefni af árstíð stígvéla, regnhlífa og haustlægða tók Smartland saman nokkrar bíómyndir þar sem haustfegurðin fær að njóta sín.

Practical Magic (1998)

Practical Magic vakti mikla athygli þegar hún kom í kvikmyndahús seint á tíunda áratugnum og fékk margar ungar stúlkur til að vilja fremja galdra. Myndin fjallar Owens-systurnar, ungar nornasystur sem alast upp hjá sérvitrum eldri frænkum sínum í bandarískum smábæ. 

Sandra Bullock og Nicole Kidman fara með hlutverk systranna.

Amélie (2001)

Kvikmyndin um hina ungu og lífsglöðu Amélie kemur öllum í gott skap. Unga þjónustustúlkan dreifir gleði og hamingju um götur Parísar og er kvikmyndin eins og leiðsögutúr um evrópsku borgina.

Leikkonan Audrey Tautou hreif alla með flutningi sínum sem Amélie.

You've Got Mail (1998)

Klassíska „feel good“ sagan sem allir elska. 

Tom Hanks og Meg Ryan heilluðu heiminn sem Joe Fox og Kathleen Kelly í You've Got Mail. 

St. Elmo’s Fire (1985)

Í kvikmyndinni St. Elmo’s Fire fær áhorfandinn að skyggnast inn í hugarheim nýútskrifaðra háskólanema og fylgjast með því hvernig þau tækla fullorðinsárin, óheft frelsið og vinskapinn.

Einvalalið leikara fór með hlutverk í kvikmyndinni en þau Demi Moore, Rob Lowe, Andie MacDowell og Emilio Estevez eru þar á meðal.

When Harry Met Sally (1989)

Nora Ephron er konan á bak við allar helstu rómantísku gamanmyndir níunda og tíunda áratugsins. Hún á heiðurinn af haustkynnum þeirra Harry Burns og Sally Albright í einni vinsælustu rómantísku gamanmynd allra tíma, When Harry Met Sally.

Það er fátt betra en að kúra undir teppi með góðan tebolla og rifja upp sögu þessa skemmtilega kvikmyndapars sem Billy Crystal og Meg Ryan túlka af sinni alkunnu snilld.

Hocus Pocus (1993)

Nú nálgast hrekkjavakan og er þessi skuggalegi dagur skrímsla, norna og drauga orðinn sífellt vinsælli meðal Íslendinga. Sanderson-systurnar gleðjast yfir því en lítill saklaus kertalogi lætur nornirnar Winifred, Söruh og Mary vakna til lífsins á hrekkjavökukvöld eftir langa dvöl og leggja þær álög á bæjarbúa Salem.

Bette Midler, Sarah Jessica Parker og Kathy Najimy fara með hlutverk Sanderson-systranna.

Dead Poets Society (1989)

Kvikmyndin Dead Poets Society vekur upp margs konar tilfinningar og hefur kvikmyndin reynst mörgum hvatning í lífinu. Aðalpersónan, John Keating, sem leikinn er af Robin Williams, kennir nemendum sínum og áhorfendum að leita og sjá mikilvægu hlutinu í lífinu og að vera óhrædd við að fylgja ástríðum sínum.

 P.S. I Love You (2008)

Hér er á ferð hugljúf og falleg saga sem togar í hjartastrengina, fullkomin á haustkvöldi. Leikurinn, tónlistin og margrómaða fegurð Írlands skilur engan eftir ósnortinn. 

mbl.is