Þarf allt að vera fullkomið?

Andleg heilsa | 21. október 2023

Þarf allt að vera fullkomið?

Margir kljást við þá tilfinningu að allt þarf að vera fullkomið og fara eftir áætlun. Það er erfitt þegar eitthvað fer úrskeiðis eða þegar áætlun fer úr skorðum eða er breytt á síðustu stundu.

Þarf allt að vera fullkomið?

Andleg heilsa | 21. október 2023

Samfélagsmiðlar ýta undir áráttu okkar að vilja að öll augnablik …
Samfélagsmiðlar ýta undir áráttu okkar að vilja að öll augnablik séu fullkomin. Ljósmynd/Getty images

Margir kljást við þá tilfinningu að allt þarf að vera fullkomið og fara eftir áætlun. Það er erfitt þegar eitthvað fer úrskeiðis eða þegar áætlun fer úr skorðum eða er breytt á síðustu stundu.

Margir kljást við þá tilfinningu að allt þarf að vera fullkomið og fara eftir áætlun. Það er erfitt þegar eitthvað fer úrskeiðis eða þegar áætlun fer úr skorðum eða er breytt á síðustu stundu.

Perfect moment syndrome’ refers to the need a lot of us have for certain events or experiences to live up to our expectations.

Á rætur að rekja til kvíða

Rithöfundurinn Sarah Wilson kallar þetta „hið fullkomna augnabliks-heilkenni“ sem leggst á þá sem halda að lífið eigi að virka á ákveðinn hátt og í ákveðnum hlutföllum.

„Afmælin eiga alltaf að vera gleðileg, vikan í Tælandi á að vera afslappandi og stefnumótið með makanum á að gera sambandið nánara,“ segir Wilson. „Þetta er ákveðin fullkomnunarárátta og stjórnunartæki sem á rætur sínar að rekja til kvíða og þráhyggjuhegðunar.“

„Flest þráum við stöðugleika og fyrirsjáanleika,“ segir klíníski sálfræðingurinn Dr Lienna Wilson. 

„Maður vonar að allt fari eftir áætlun, sérstaklega þegar maður hefur varið miklum tíma í undirbúning. Samt er maður stressaður því það er svo margt sem maður hefur ekki stjórn á í umhverfi sínu.“

„Þegar maður gerir sér miklar vonir þá getur allt farið úrskeiðis. Það er sérstaklega slæmt þegar við bindum sjálfsvirði okkar við það hvernig hlutirnir fara. Hvernig er ekki hægt að verða fyrir vonbrigðum? Það sem eftir situr er eftirsjá og þessi tilfinning um að maður sé hjálparvana.“

Endurskoða væntingar

Sérfræðingar mæla með að tileinka sér reglulega sjálfsskoðun. Endurskoða væntingar og hvort þær séu raunhæfar. Þannig áttarðu þig á hvaða byrði þú ert að bera, meðvitað eða ómeðvitað. 

„Þá fyrst geturðu markvisst unnið að því að breyta viðhorfi þínu til ákveðinna atriðia í lífinu. Þessar fullkomnu stundir mega fara hvernig sem er. Þú opnar þig um leið fyrir fleiri möguleikum í lífinu.“

mbl.is