Fyrsta landeldið sem kaupir varmadælukerfi Frosts

Fiskeldi | 6. desember 2023

Fyrsta landeldið sem kaupir varmadælukerfi Frosts

Fiskeldisfyrirtækið Laxey í Vestmannaeyjum hefur gert samning við kælismiðjuna Frost um kaup þess fyrrnefnda á varmadælulausn fyrir fyrsta áfanga áframeldis fyrirtækisins í Eyjum. Fram kemur í fréttatilkynningu að uppsetning búnaðarins ráðgerð næsta sumar.

Fyrsta landeldið sem kaupir varmadælukerfi Frosts

Fiskeldi | 6. desember 2023

Hallgrímur Steinsson, yfirmaður tæknimála í Laxey, og Guðmundur H. Hannesson …
Hallgrímur Steinsson, yfirmaður tæknimála í Laxey, og Guðmundur H. Hannesson framkvæmdastjóri Frosts handsala samninginn. Með þeim á myndinni er Hákon Hallgrímsson, sölustjóri Frosts. Ljósmynd/Aðsend

Fiskeldisfyrirtækið Laxey í Vestmannaeyjum hefur gert samning við kælismiðjuna Frost um kaup þess fyrrnefnda á varmadælulausn fyrir fyrsta áfanga áframeldis fyrirtækisins í Eyjum. Fram kemur í fréttatilkynningu að uppsetning búnaðarins ráðgerð næsta sumar.

Fiskeldisfyrirtækið Laxey í Vestmannaeyjum hefur gert samning við kælismiðjuna Frost um kaup þess fyrrnefnda á varmadælulausn fyrir fyrsta áfanga áframeldis fyrirtækisins í Eyjum. Fram kemur í fréttatilkynningu að uppsetning búnaðarins ráðgerð næsta sumar.

Í áframeldinu er miðað við að 65% af sjónum sem nýttur er verði endurnýttur en 35% vatnsins verði jarðsjór úr borholum á svæðinu. Plötuvarmaskiptarnir sem eru hannaðir af Frosti nýta varmann eins og kostur er frá frárennsli úr eldiskerjunum og varmadælan hitar síðan vatnið upp í tólf gráður.

Um er að ræða fyrsta sinn sem Frost selur búnað af þessum toga búnað í landeldisstöð á Íslandi. Búnaðurinn er umfangsmikill og vegur hver fjögurra titanium plötuvarmaskipti um tíu tonn, er liðlega sex metra langur og um þriggja metra hár. Varmadælan er einnig fyrirferðamikil og eru samanlögð upphitunarafköst á búnaðinum um 25 megavött.

Laxey nýtir átta gráðu heitan jarðsjó í landkvíarnar og með varmaskiptunum og varmadælukerfinu er ætlunin að ná hitanum í fjórum eldiskerjum í tólf gráður, en með þessu hitastigi er unnt að stytta eldistímann um sem næst tvo mánuði, að því er segir í tilkynningunni.

„Kjörhitastig fyrir laxinn er frá átta og upp í tólf til fjórtán gráður – eftir aðstæðum - en við veljum að hafa tólf gráður í kerjunum fyrir minni fiskinn. Með því næst meiri veltuhraði og betri nýting fjárfestingarinnar,» er haft eftir Hallgrími Steinssyni, yfirmanni tæknimála hjá Laxey.

Borholur skilað árangri

Fram kemur að boraðar hafa verið rannsóknaholur fyrir jarðsjó í Viðlagafjöru sem hafa skilað góðum árangri. Árni ehf. flutti inn sérstakan bor af gerðinni Liebherr til þess að bora vinnsluholur og er hann nú þegar kominn til Eyja. Gert er ráð fyrir að hefja borun fyrstu vinnsluholanna fljótlega upp úr áramótum. Ætla má að þurfi að bora 10-15 vinnsluholur fyrir fyrsta áfanga áframeldisins en það kemur betur í ljós innan nokkurra vikna.

Framkvæmdir eru í fullum gangi í Viðlagafjöru. Nú er m.a. unnið í pípulögnum, sem eru gríðarlega umfangsmiklar, og raforkudreifihús og fóðurstöð eru í byggingu. Hafist verður handa við uppsetningu eldiskerjanna á fyrri hluta næsta árs.

Seiðaeldisstöðin er að verða klár.
Seiðaeldisstöðin er að verða klár. Ljósmynd/Aðsend

Byggt verður inntakshús þar sem ýmsum vélbúnaði verður komið fyrir, þar á meðal varmaskiptunum og varmadælunni frá Frosti. Hallgrímur segir að unnið sé að hönnun hússins og þess sé vænst að það verði tilbúið þegar líður nær vori og í kjölfarið verði unnt að koma búnaðinum fyrir.

„Áður en við sömdum við Frost um kaup á þeirra lausn kynntum við okkur vel hvaða möguleikar væru í boði. Við vitum að samstarfsfyrirtæki Frosts hefur nú þegar afhent sambærilegan vélbúnað og samstæður og reynslan er góð. Það skiptir alltaf máli þegar búnaður er valinn að góð reynsla sé komin á hann. Það skiptir líka máli að þjöppuhlutfall í vélinni er að ég tel einstakt og samanlagður COP-stuðull í því kerfi sem við verðum með er yfir þrjátíu, sem er mjög gott. Að öllu samanlögðu töldum við þetta besta kostinn,“ segir Hallgrímur en COP er nýtnistuðull.

mbl.is