Fækkar fötum í nýju tónlistarmyndbandi

Poppkúltúr | 26. janúar 2024

Fækkar fötum í nýju tónlistarmyndbandi

Ofurfyrirsætan Emily Ratajkowski fækkar fötunum í nýju tónlistarmyndbandi bandaríska rapparans Travis Scott. Myndbandið er við lagið I Know? Og er það að finna á fjórðu stúdíóplötu Scott, titluð Utopia. 

Fækkar fötum í nýju tónlistarmyndbandi

Poppkúltúr | 26. janúar 2024

Ofurfyrirsætan Emily Ratajkowski.
Ofurfyrirsætan Emily Ratajkowski. AFP

Ofurfyrirsætan Emily Ratajkowski fækkar fötunum í nýju tónlistarmyndbandi bandaríska rapparans Travis Scott. Myndbandið er við lagið I Know? Og er það að finna á fjórðu stúdíóplötu Scott, titluð Utopia. 

Ofurfyrirsætan Emily Ratajkowski fækkar fötunum í nýju tónlistarmyndbandi bandaríska rapparans Travis Scott. Myndbandið er við lagið I Know? Og er það að finna á fjórðu stúdíóplötu Scott, titluð Utopia. 

Í myndbandinu leikur Ratajkowski ástkonu rapparans og tælir hún Scott í djarfri svefnherbergissenu. Fyrirsætan klæðist svörtu nærfatasetti í senunni. Ratajkowski sést einnig taka vel á því í æfingasal í glæsivillunni þar sem myndbandið er tekið upp ásamt því að njóta sín við sundlaugarbakkann. 

Fyrirsætan Anok Yai birtist einnig í myndbandinu sem hluti af ástarþríhyrning. 

Ratajkowski hefur birst í þónokkrum tónlistarmyndböndum á síðastliðnum árum, en fyrirsætan var meðal annars í Love Somebody með Maroon 5, Fast Car með Taio Cruz og hinu margumtalaða Blurred Lines með Robin Thicke, T.I. og Pharrell. 

Þrátt fyrir farsælan tónlistarferil þá er Scott einna helst þekktur fyrir samband sitt við Kylie Jenner, en saman eiga þau tvö börn, Stormi og Aire. Parið hætti saman í byrjun síðasta árs. 

mbl.is