Yrði heimilt að taka lóðir úr deiliskipulagi

Húsnæðismarkaðurinn | 1. febrúar 2024

Yrði heimilt að taka lóðir úr deiliskipulagi

Sveitarfélögum verður gert kleift að taka lóðir út úr samþykktu deiliskipulagi ef lóðarhafi hefur ekki sótt um byggingarleyfi fimm árum eftir úthlutun lóðarinnar.

Yrði heimilt að taka lóðir úr deiliskipulagi

Húsnæðismarkaðurinn | 1. febrúar 2024

Frumvarp Sigurðar myndi gera sveitarfélögum kleift að fjarlægja lóðir af …
Frumvarp Sigurðar myndi gera sveitarfélögum kleift að fjarlægja lóðir af deiliskipulagi sem eru hugsaðar fyrir uppbygginu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sveitarfélögum verður gert kleift að taka lóðir út úr samþykktu deiliskipulagi ef lóðarhafi hefur ekki sótt um byggingarleyfi fimm árum eftir úthlutun lóðarinnar.

Sveitarfélögum verður gert kleift að taka lóðir út úr samþykktu deiliskipulagi ef lóðarhafi hefur ekki sótt um byggingarleyfi fimm árum eftir úthlutun lóðarinnar.

Þetta er á meðal þess sem Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra vill leiða í lög með nýju frumvarpi sínu. 

Tilgangurinn er að flýta fyrir uppbyggingu íbúðarhúsnæðis og koma í veg fyrir lóðabrask.

Virði lóðarinnar myndi minnka

Sigurður Ingi segir í samtali við mbl.is að dæmi séu um að aðilar séu að kaupa lóðir sem eru í samþykktu deiliskipulagi sveitarfélaga til þess eins að sitja á þeim og selja seinna meir á hærra verði.

Ef frumvarpið yrði að lögum gætu sveitarfélög sett inn ákvæði sem myndi gera þeim kleift að endurskoða samþykkt deiliskipulag fimm árum eftir að lóðinni var úthlutað. Þá gæti sveitarfélagið til dæmis tekið lóðina úr deiliskipulagi, hafi lóðarhafi ekki sótt um byggingarleyfi.

Ef lóðin færi úr deiliskipulagi myndi virði lóðarinnar minnka og telur Sigurður Ingi því meiri líkur á því að menn myndu byggja áður en til þess kæmi.

Sveitarfélagið yrði ekki skaðabótaskylt

Hvort sveitarfélagið yrði ekki skaðabótaskylt við það að taka svona ákvarðanir segir hann að frumvarpið taki á því.

„Þú getur ekki fengið skaðabætur nema þú hafir verið búinn að fá byggingarleyfi,“ segir Sigurður Ingi og bætir því við að sumir einstaklingar sæki um lóðir á samþykktu deiliskipulagi en sæki svo aldrei um byggingarleyfi til að byggja.

„Þetta er til að fá aðila til þess að fara af stað, sem og koma í veg fyrir það sem við höfum séð allt of mikið af á liðnum árum – að svona reitir hafi bara gengið kaupum og sölum á milli aðila þar sem enginn byggir,“ segir hann.

Spurður hvort þetta taki nægilega vel mið af breytilegum markaðsaðstæðum, segir Sigurður Ingi að sveitarfélögum yrði einnig sett skilyrði sem fara þurfi eftir áður en heimildinni sem frumvarpið boðar yrði beitt.

mbl.is