Gleði og sorg á þorrablóti Grindvíkinga

Hverjir voru hvar | 4. febrúar 2024

Gleði og sorg á þorrablóti Grindvíkinga

Þorrablót Grindavíkur var haldið í Smáranum í Kópavogi í gærkvöldi. Um 1000 manns mættu á blótið.

Gleði og sorg á þorrablóti Grindvíkinga

Hverjir voru hvar | 4. febrúar 2024

Bandmenn skemmtu Grindvíkingum.
Bandmenn skemmtu Grindvíkingum. Ljósmynd/Bandmenn

Þorrablót Grindavíkur var haldið í Smáranum í Kópavogi í gærkvöldi. Um 1000 manns mættu á blótið.

Þorrablót Grindavíkur var haldið í Smáranum í Kópavogi í gærkvöldi. Um 1000 manns mættu á blótið.

Veislustjórar voru þau Eva Ruza og Hjálmar Örn Jóhannsson. Hljómsveitin Bandmenn hélt svo uppi stuðinu. Þorrakóngurinn í Múlakaffi sá um veitingar.

„Stemningin var stórkostleg. Allir voru ótrúlega þakklátir fyrir að við skulum hafa haldið þetta þorrablót og búið til þessa stund fyrir okkur Grindvíkinga til að koma saman. Það var bæði gleði og sorg yfir myndbandi sem við spiluðum,“ segir Ingibergur Þ. Jónasson, formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur, í samtali við mbl.is. Myndbandið sem um ræðir rifjaði upp gamlar góðar minningar frá Grindavík.

Knattspyrnu- og körfuknattleiksdeild Grindavíkur sáu um skipulagningu blótsins, en ágóði af blótinu rennur til deildanna tveggja. Ingibergur þakkar Eysteini Pétri Lárussyni, framkvæmdastjóra Breiðabliks, sérstaklega fyrir aðstoð við skipulagingu blótsins.

View this post on Instagram

A post shared by Bandmenn (@bandmenn)

Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var meðal þeirra sem mætti á þorrablótið. Í færslu á Facebook segir hann ljóst að Grindvíkingar hafi þurft á þessari samkomu að halda.

Eva Ruza klæddist gulu og bláu á þorrablótinu, litum Grindavíkur. Hún segir kvöldið hafa verið stórkostlegt frá upphafi til enda.

View this post on Instagram

A post shared by 🌟 Eva Ruza🌟 (@evaruza)

mbl.is