Harry heimsækir föður sinn

Kóngafólk í fjölmiðlum | 5. febrúar 2024

Harry heimsækir föður sinn

Harry Bretaprins mun á næstu dögum ferðast til Bretlands til þess að heimsækja Karl III Bretakonung föður sinn. 

Harry heimsækir föður sinn

Kóngafólk í fjölmiðlum | 5. febrúar 2024

Harry Bretaprins mun ferðast til Bretlands frá Kaliforníu á næstu …
Harry Bretaprins mun ferðast til Bretlands frá Kaliforníu á næstu dögum. AFP/Daniel Leal

Harry Bretaprins mun á næstu dögum ferðast til Bretlands til þess að heimsækja Karl III Bretakonung föður sinn. 

Harry Bretaprins mun á næstu dögum ferðast til Bretlands til þess að heimsækja Karl III Bretakonung föður sinn. 

Breska konungshöllin greindi frá því nú í kvöld að konungurinn hefði greinst með krabbamein. 

Ekki hefur verið upplýst um hvers konar krabbamein konungurinn glímir við en hann fór nýverið í aðgerð vegna stækkunar á blöðruhálskirtli. 

Forsætisráðherra sendir batakveðju

Í tilkynningu frá höllinni kom fram að konungur hefði frestað opinberum skyldum sínum um óákveðinn tíma en muni áfram sinna skyldum sínum gagnvart ríkinu. 

Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, var greint frá tíðindunum í dag. Í tilkynningu á X sendi hann batakveðjur til konungsins og sagðist ekki efast um að hann næði heilsu sinni aftur.

mbl.is