Karl konungur þakkar fyrir hlýjar kveðjur

Kóngafólk í fjölmiðlum | 10. febrúar 2024

Karl konungur þakkar fyrir hlýjar kveðjur

Karl III Breta­kon­ung­ur þakkar innilega fyrir allar þær kveðjur sem almenningur hefur sent honum eftir að hann greindist með krabbamein. 

Karl konungur þakkar fyrir hlýjar kveðjur

Kóngafólk í fjölmiðlum | 10. febrúar 2024

Kamilla og Karl 6. febrúar.
Kamilla og Karl 6. febrúar. AFP/Henry Nicholls

Karl III Breta­kon­ung­ur þakkar innilega fyrir allar þær kveðjur sem almenningur hefur sent honum eftir að hann greindist með krabbamein. 

Karl III Breta­kon­ung­ur þakkar innilega fyrir allar þær kveðjur sem almenningur hefur sent honum eftir að hann greindist með krabbamein. 

„Eins og allir þeir sem hafa greinst með krabbamein vita, þá eru slíkar góðar hugsanir ein mesta huggunin og hvatningin,“ sagði í yfirlýsingu frá Karli. 

BBC greinir frá því að konungurinn dvelji nú í Sandringham-höll. 

Krabba­meinið greindist er hann fór í aðgerð vegna stækk­un­ar á blöðru­hálskirtli í janúar. Eðli krabbameinsins er óljóst en þó er búið að úti­loka að um blöðru­hálskrabba­mein sé að ræða. 

Kynnir almenning fyrir mikilvægu starfi

Í yfirlýsingu konungsins sagði að honum þætti einnig vænt um að greining hans hafi hjálpað í því að kynna starf hinna fjölmörgu stofnanna sem styðja við krabbameinssjúklinga í Bretlandi og víðar um heim fyrir almenningi.

Kamilla drottning og Vilhjálmur Bretaprins munu sinna skyldum Karls í óákveðinn tíma. 

Vilhjálmur Bretaprins.
Vilhjálmur Bretaprins. AFP/Daniel Leal

Kamilla sagði á fimmtudag að eiginmanni hennar þætti mjög vænt um öll þau bréf og skilaboð sem hann hefur fengið á síðustu dögum. 

Þá hefur Vilhjálmur einnig þakkað fyrir skilaboð sem faðir hans og einnig eiginkona hans, Katrín, hafa fengið. Hún fór nýlega í aðgerð á kviðarholi og mun ekki koma fram opinberlega fyrr en í fyrsta lagi eftir páska. 

mbl.is