Vill byggja yfir 2.000 íbúðir næstu fimm árin

Húsnæðismarkaðurinn | 20. febrúar 2024

Vill byggja yfir 2.000 íbúðir næstu fimm árin

Sveitarfélagið Árborg ætlar að skapa skilyrði fyrir uppbyggingu 2.350 íbúða á næstu fimm árum, samkvæmt staðfestri endurskoðun á húsnæðisáætlun sveitarfélagsins.

Vill byggja yfir 2.000 íbúðir næstu fimm árin

Húsnæðismarkaðurinn | 20. febrúar 2024

Selfoss.
Selfoss. mbl.is/Sigurður Bogi

Sveitarfélagið Árborg ætlar að skapa skilyrði fyrir uppbyggingu 2.350 íbúða á næstu fimm árum, samkvæmt staðfestri endurskoðun á húsnæðisáætlun sveitarfélagsins.

Sveitarfélagið Árborg ætlar að skapa skilyrði fyrir uppbyggingu 2.350 íbúða á næstu fimm árum, samkvæmt staðfestri endurskoðun á húsnæðisáætlun sveitarfélagsins.

Áætlunin byggir á mannfjöldaspá um að mannfjöldi í sveitarfélaginu aukist um 46,6 prósent næstu 10 árin. Þetta jafngildir um 3,9 prósenta vexti á hverju ári, en frá árinu 2021 hefur íbúum í sveitarfélaginu fjölgað um 4,1 prósent, að því er kemur fram í tilkynningu.

Sveitarfélagið áætlar nú að þörf sé fyrir tæpum 190 íbúðum á ári, 942 íbúðum næstu fimm ár og 2.143 íbúðir næstu tíu ár.

HMS framkvæmdi síðast íbúðatalningu í sveitarfélaginu Árborg í september 2023 þegar 586 íbúðir voru í byggingu. Þetta var 12 prósenta fjölgun frá talningu HMS í mars sama ár þar sem taldar voru 527 íbúðir í byggingu.

mbl.is