10 milljónir hafa neyðst til að flýja

Úkraína | 25. febrúar 2024

10 milljónir hafa neyðst til að flýja

Nú tveimur árum eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst hafa 14,6 milljónir Úkraínumanna þurft á mannúðaraðstoð að halda sem er um það bil 40 prósent íbúa landsins.

10 milljónir hafa neyðst til að flýja

Úkraína | 25. febrúar 2024

14,6 milljónir Úkraínumanna hafa þurft á mannúðaraðstoð að halda síðan …
14,6 milljónir Úkraínumanna hafa þurft á mannúðaraðstoð að halda síðan stríðið braust út fyrir tveimur árum. AFP

Nú tveimur árum eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst hafa 14,6 milljónir Úkraínumanna þurft á mannúðaraðstoð að halda sem er um það bil 40 prósent íbúa landsins.

Nú tveimur árum eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst hafa 14,6 milljónir Úkraínumanna þurft á mannúðaraðstoð að halda sem er um það bil 40 prósent íbúa landsins.

Þetta sýna tölur í skýrslu frá Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna, UNHCR.

Að auki hafa meira en 10 milljónir Úkraínumanna neyðst til að flýja vegna stríðsins. Um 3,7 milljónir manna eru á vergangi innanlands í Úkraínu, en um það bil 6,5 milljónir hafa flúið land, langflestir til Evrópulanda.

Sameinuðu þjóðirnar áætla að frá og með 10. janúar 2024 hafi að minnsta kosti 10.200 óbreyttir borgarar verið drepnir frá því innrás Rússa hófst, þar af 575 börn, og um 19.300 hafa særst.

mbl.is