Ná að framleiða milljón dróna á ári

Úkraína | 25. febrúar 2024

Ná að framleiða milljón dróna á ári

Úkraínumenn munu ná yfirlýstu markmiði sínu um að framleiða eina milljón dróna á ári.

Ná að framleiða milljón dróna á ári

Úkraína | 25. febrúar 2024

Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu.
Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu. AFP

Úkraínumenn munu ná yfirlýstu markmiði sínu um að framleiða eina milljón dróna á ári.

Úkraínumenn munu ná yfirlýstu markmiði sínu um að framleiða eina milljón dróna á ári.

Þetta segir Mykhailo Fedorov, ráðherra stafrænna umbreytinga í Úkraínu, í viðtali við blaðið Kiev Independent.

Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, tilkynnti í lok árs 2023 að Úkraínumenn ættu að geta framleitt að minnsta kosti eina milljón dróna á árinu 2024.

Að sögn Fedorov hafa nokkrir samningar verið gerðir á fyrstu tveimur mánuðum ársins sem tryggir að markmiðin náist.

Drónar hafa skipt sköpum fyrir varnir Úkraínumanna gegn fjölmörgum árásum Rússa úr lofti.

mbl.is