Segja útisvæðið eins og vin í eyðimörkinni

Húsnæðismarkaðurinn | 25. febrúar 2024

Segja útisvæðið eins og vin í eyðimörkinni

Hugmyndir eigenda Skúlagötu 28 um að fjölga gistirýmum á 2. hæð hússins hlutu ekki hljómgrunn hjá skipulagsyfirvöldum í Reykjavík. Í húsinu er Kex hostel með starfsemi og er veitingastaður rekinn á 2. hæðinni. Með breytingunni myndi tapast mikilvægt svæði útiveitinga.

Segja útisvæðið eins og vin í eyðimörkinni

Húsnæðismarkaðurinn | 25. febrúar 2024

Skipulagsfulltrúinn segir að pallurinn við Kex hostel sé mjög mikilvægur …
Skipulagsfulltrúinn segir að pallurinn við Kex hostel sé mjög mikilvægur fyrir starfsemi við Skúlagötu. mbl.is/Arnþór

Hugmyndir eigenda Skúlagötu 28 um að fjölga gistirýmum á 2. hæð hússins hlutu ekki hljómgrunn hjá skipulagsyfirvöldum í Reykjavík. Í húsinu er Kex hostel með starfsemi og er veitingastaður rekinn á 2. hæðinni. Með breytingunni myndi tapast mikilvægt svæði útiveitinga.

Hugmyndir eigenda Skúlagötu 28 um að fjölga gistirýmum á 2. hæð hússins hlutu ekki hljómgrunn hjá skipulagsyfirvöldum í Reykjavík. Í húsinu er Kex hostel með starfsemi og er veitingastaður rekinn á 2. hæðinni. Með breytingunni myndi tapast mikilvægt svæði útiveitinga.

Í umsögn verkefnastjóra skipulagsfulltrúa kemur fram að húsið á lóð nr. 28 við Skúlagötu sé upprunalega verksmiðjuhúsnæði, byggt árið 1952 en sé nú skráð og notað sem farfuglaheimili skv. fasteignaskrá. Í húsinu var kexverksmiðjan Frón starfandi um áratugaskeið.

Óskað var umsagnar skipulagsfulltrúa um hvort heimilt væri að flytja veitingaþjónustu og gestamóttöku niður á 1. hæð við Skúlagötu og innrétta gestaherbergi á 2. hæð samkvæmt uppdráttum T.ark.

Í deiliskipulagi segir að á jarðhæð lóðarinnar sé verslun/þjónusta en gististarfsemi eða íbúðir á efri hæðum, veitingarekstur sé heimill á 2. hæð en eingöngu sem hluti af gististarfsemi. Um jarðhæð Skúlagötu gildi ákvæði aðalskipulags um götuhliðar.

Skúlagata 28 er hluti af götusvæði 30, þar sem gilda ákvæði um 50% hámark sömu starfsemi, götuhlið lóðar nr. 28 er nú skráð sem gististarfsemi og opinber þjónusta.

Ef 2. hæð hússins yrði breytt í gistiherbergi, og veitingastarfsemin færð niður á jarðhæð við Skúlagötu, myndi aðgengi almennings að útisvæði í suðvesturgarði hússins tapast, segir verkefnastjórinn. Veitingastaður á jarðhæð hússins við Skúlagötu gæti aldrei boðið upp á þau gæði sem felast í aflokuðum garði sem snýr mót suðri og nýtur skjóls vegna aðlægra bygginga.

Suðurjarðhæð hússins ætti að vera áfram nýtt sem hluti af veitingastarfsemi þar sem mjög mikilvægt er að starfsemin á fyrstu hæð húsanna í kring sé opin almenningi, þar með talið umrætt útisvæði, jafnvel þótt það sé staðsett í bakgarði við götuna. „Útisvæðið við suðurjarðhæð hússins er eins og vin í eyðimörk milli bygginga og bílastæða við Skúlagötu,“ segir í umsögninni.

Niðurstaða skipulagsfulltrúa varð sú að taka neikvætt í erindið. „Útisvæðið sem myndi tapast við breytinguna, er mikilvægur þáttur í starfsemi Skúlagötu, jafnvel þótt það sé staðsett í bakgarði við götuna.“

mbl.is