„Það er mjög gott að róa frá Grindavík“

Fólkið í sjávarútvegi | 25. febrúar 2024

„Það er mjög gott að róa frá Grindavík“

„Við höfum helst viljað róa frá Grindavík en þegar við höfum verið í viðskiptum í Keflavík er landað þar. Við tókum tvo til þrjá róðra frá Hafnarfirði í desember og það gekk bara mjög vel. Þetta eru að meðaltali um fimm tonn í róðri, sem er bara mjög fínt,“ segir Viktor Jónsson í viðtali í febrúarblaði 200 mílna. Hann hefur ásamt Brynjólfi Gíslasyni gert út netabátinn Hraunsvík GK-75.

„Það er mjög gott að róa frá Grindavík“

Fólkið í sjávarútvegi | 25. febrúar 2024

Hraunsvík GK
Hraunsvík GK Ljósmynd/Vigfús Markússon

„Við höfum helst viljað róa frá Grindavík en þegar við höfum verið í viðskiptum í Keflavík er landað þar. Við tókum tvo til þrjá róðra frá Hafnarfirði í desember og það gekk bara mjög vel. Þetta eru að meðaltali um fimm tonn í róðri, sem er bara mjög fínt,“ segir Viktor Jónsson í viðtali í febrúarblaði 200 mílna. Hann hefur ásamt Brynjólfi Gíslasyni gert út netabátinn Hraunsvík GK-75.

„Við höfum helst viljað róa frá Grindavík en þegar við höfum verið í viðskiptum í Keflavík er landað þar. Við tókum tvo til þrjá róðra frá Hafnarfirði í desember og það gekk bara mjög vel. Þetta eru að meðaltali um fimm tonn í róðri, sem er bara mjög fínt,“ segir Viktor Jónsson í viðtali í febrúarblaði 200 mílna. Hann hefur ásamt Brynjólfi Gíslasyni gert út netabátinn Hraunsvík GK-75.

Þegar rætt var við Viktor fyrr í mánuðinum var ekki búið að gefa leyfi fyrir atvinnustarfsemi í Grindavík og sagði hann við þær aðstæður sorglegt að vita ekki hvenær hægt yrði hægt að róa frá Grindavík á ný. Þar sé höfnin til fyrirmyndar og gjöful fiskimið beint við innsiglinguna.

„Við byrjuðum með hendur tómar og keyptum bát 2004 og fram til 2007 keyptum við talsverðar aflaheimildir, sem við höfum nánast aldrei veitt því það hafa verið svo miklar skerðingar,“ svarar hann spaugilegur og flissar er hann er spurður um upphaf útgerðarinnar. Þann 15. október er tveggja áratuga afmæli útgerðar þeirra félaga.

Viktor Jónsson ásamt félaga sínum Brynjólfi Gíslasyni, að greiða flækjur …
Viktor Jónsson ásamt félaga sínum Brynjólfi Gíslasyni, að greiða flækjur úr netum á bryggjunni á Grindavík fyrir nokkrum árum. mbl.is/Helgi Bjarnason

Síðustu móhíkanarnir

Töluverðar sveiflur hafa verið í útgerð Hraunsvíkur og á bestu árunum náðu félagarnir upp undir 500 tonna afla á ársgrundvelli, en verst gekk 2012 þegar aflinn var aðeins 72 tonn. „Við höfum veitt einhver 100 tonn á ári síðustu tvö ár, þannig að þetta er alveg að verða búið. Þessi einyrkjastarfsemi er að fjara út,“ segir Viktor.

Hann er kominn í annað starf sem stýrimaður á Sóleyju Sigurjóns GK og er útgerð Hraunsvíkur orðin viðbót við það.

Á dögunum byrjuðu sumir að landa í Grindavík á ný.
Á dögunum byrjuðu sumir að landa í Grindavík á ný. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Er gott að róa frá Grindavík?

„Já, það er mjög gott að róa frá Grindavík. Það er svo stutt á miðin, það þarf bara að fara rétt út fyrir innsiglingu. Við höfum farið út um fimm-sex-leytið að morgni og lagt netin, svo fengið okkur kaffisopa og svo höfum við bara byrjað að draga. Við höfum alltaf byrjað í janúar og það er alltaf gríðarlega mikið af fiski þarna og erum eiginlega einir að þessu. Við erum síðustu móhíkanarnir á þorskanetum, þessi veiðimennska er að hverfa.“

Viðtalið við Viktor má lesa í heild sinni í síðasta blaði 200 mílna.

mbl.is