Afturkalla myndina af prinsessunni

Kóngafólk í fjölmiðlum | 10. mars 2024

Afturkalla myndina af prinsessunni

Fjórar af stærstu fréttaveitum heims vara fjölmiðla við að nota myndina af Katrínu, prinsessu af Wales, sem birt var á samfélagsmiðlum konungsfjölskyldunnar í morgun.

Afturkalla myndina af prinsessunni

Kóngafólk í fjölmiðlum | 10. mars 2024

Katrín prinsessa ásamt börnum sínum þremur. Myndin birtist á samfélagsmiðlum …
Katrín prinsessa ásamt börnum sínum þremur. Myndin birtist á samfélagsmiðlum konungsfjölskyldunnar í morgun og er hún sögð hafa verið tekin á þessu ári. Ljósmynd/Vilhjálmur prins

Fjórar af stærstu fréttaveitum heims vara fjölmiðla við að nota myndina af Katrínu, prinsessu af Wales, sem birt var á samfélagsmiðlum konungsfjölskyldunnar í morgun.

Fjórar af stærstu fréttaveitum heims vara fjölmiðla við að nota myndina af Katrínu, prinsessu af Wales, sem birt var á samfélagsmiðlum konungsfjölskyldunnar í morgun.

Telegraph hefur eftir tilkynningu frá AP að við nánari athugun virðist sem svo að átt hafi verið við myndina í myndvinnsluforriti. Þar er vísað til þess að eitthvað bogið virðist vera við vinstri handlegg Karlottu prinsessu, dóttur Katrínar og Vilhjálms Bretaprins.

Það eru Reuters, AP, Getty og AFP sem vara við notkun myndarinnar í fjölmiðlum.

Fyrsta opinbera myndin í tvo mánuði

Um er að ræða fyrstu opinberu myndina sem konungsfjölskyldan birtir af Katrínu síðan hún gekkst und­ir aðgerð á kviðar­holi fyr­ir tæp­um tveim­ur mánuðum. Birtist hún með mæðradagskveðju frá Katrínu þar sem hún þakkar fyrir kveðjur síðustu mánuði. 

Vangaveltur hafa verið um heilsu prinsessunnar þar sem hún hefur ekki sést á opinberum vettvangi um nokkurt skeið.

mbl.is