Sérfræðingar rannsaka myndband sprengjumanns

Maðurinn sem Al-Jazeera segir vera Mohammad Sidique Khan.
Maðurinn sem Al-Jazeera segir vera Mohammad Sidique Khan. AP

Breskir sérfræðingar rannsaka nú myndbandið gaumgæfilega sem arabíska sjónvarpsstöðin al-Jazeera sýndi á fimmtudag og sýndi Mohammed Sidique Kahn lýsa yfir ábyrgð á hryðjuverkunum í Lundúnum 7. júlí síðastliðinn. Er tilgangur sérfræðinganna að greina hvar og og hvenær myndbandið var tekið upp.

Þá er kannað hvort fleiri aðilar hafi staðið að baki hryðjuverkunum.

Á myndbandinu, sem al-Jazeera, gagnrýndi Kahn breska utanríkisstefnu. Sagðist hann vera hermaður í stríði. Kahn er 30 ára og bjó í Dewbury í Vestur-Yorkshire í Bretlandi. Kahn er sakaður um að hafa myrt sex manns í hryðjuverkunum og sært 120 þegar sprengja sprakk í neðanjarðarlestarstöð við Edgwar Road Circle í Lundúnum.

Kahn sagðist studdur af Osama bin Laden, höfuðpaur hryðjuverkasamtakanna al-Qaeda og Abu-Musab al Zarqawi, leiðtoga samtakanna í Írak.

Vinir Kahns sögðu í samtali við BBC, að hann hefði litið allt öðruvísi út á myndbandinu en hann hefði verið skömmu fyrir hryðjuverkin. Telja þeir myndbandið hafa verð gert vikum eða mánuðum áður en hryðjuverkin voru framin í borginni.

Leiðtogar múslíma í Bretlandi hafa fordæmt hryðjuverkin. Sagði yfirmaður stærstu mosku landsins, að ekkert hafi komið fram á myndbandinu, sem tengi múslíma við hryðjuverkin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert