Tugir þúsunda hindúa taka upp Búddatrú við trúarathöfn í dag

Tugir þúsunda manna munu taka þátt í athöfn þar sem þeir munu skipta um trú á Indlandi í dag, en þar mun fjöldi hindúa, sem eru af lágstéttum, taka upp Búddatrú. Athöfnin, sem fer fram í borginni Nagpur, er hluti af mótmælum sem beint er gegn óréttlátu stéttakerfi Indlands.

Með því að taka upp Búddatrúa geta lágstéttar hindúar, eða Dalits, flúið þá fordóma og þá mismunun sem þeir þurfa allajafna að þola.

Athöfnin á sér stað á sama tíma og hálf öld er liðin frá því að fræðimaðurinn Bhimrao Ramji Ambedkar tileinkaði sér Búddisma.

Hann var fyrsti þjóðþekkti Dalitinn, eða einn af þeim ósnertanlegu líkt og þeir voru kallaðir fyrr á tímum, til þess að hvetja lágstéttar Indverja að tileinka sér Búddatrú.

mbl.is