Ahmadinejad hvetur til frekari rannsókna á helförinni

Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, neitaði því í dag að hann hefði haldið því fram að helför gyðinga hefði aldrei átt sér stað en hvatti þó til þess að nánar yrði rannsakað hvað hafi í raun og veru gerst.

„Ég er ekki að segja að þetta hafi ekki gerst, sagði Ahmadinejad er hann svaraði spurningum nemenda í Columbia-háskólanum í New York í Bandaríkjunum í dag. Þá sagðist hann einungis hafa sagt “að því gefnu að þetta hafi gerst,” í umræddum ummælum sínum.

„Af hverju er ekki hægt að rannsaka þetta á allan hátt?” spurði hann. „Af hverju ekki að hvetja til frekari rannsókna?"

mbl.is

Bloggað um fréttina