ESB til aðstoðar þróunarlöndum gegn loftslagsbreytingum

Fáni Evrópusambandsins
Fáni Evrópusambandsins Reuters

Leiðtogar Evrópusambandsins samþykktu í dag í lok tveggja leiðtogafundar í Brussel, samning með skilyrðum, þar sem skilgreint er hvernig aðstoða eigi ríki til að takast á við loftlagsbreytingar. Niðurstaðan varð sú að árið 2020 komi þróunarlöndin til með að  þurfa um 100 milljarða evra á ári til að takast á við loftslagsbreytingar.

Í yfirlýsingu sagðist ESB tilbúið til að axla ábyrgð á sínum hluta í hinu alþjóðlega átaki. Leiðtogarnir náðu hins vegar ekki að negla niður eigin kostnaðarhluta vegna ágreinings milli vestur og austurblokkanna.

Þrátt fyrir að leiðtogarnir kölluðu eftir að því að þróunarlöndin skæru niður útblástur sem veldur gróðurhúsaáhrifum um 80-95%, þá gáfu þeir lítið út á hvernig það skyldi gert.

Umhverfisverndarsamtök hafa gagnrýnt samninginn og sagt að hann gangi ekki nógu langt

Litháen, Pólland og sjö önnur ríki úr austurhluta Evrópu hafa staðið fast gegn þeirri hugmynd að tengja framlög við mengunarhlutföll enda myndi það þýða gríðarmikinn kostnað fyrir þau. Í staðinn lögðu þau til að framlögum yrði skipt miðað við vergar þjóðarframleiðslu sem þýddi að hinar ríkari þjóðir vestur hluta EB bæru byrðina.

ESB státar sig af því að vera í fararbroddi í baráttunni við loftslagsbreytingar og hefur þegar samþykkt að minnka útblástur sem valda gróðurhúsaáhrifum um 20% fyrir árið 2020.


mbl.is

Bloggað um fréttina