Evran víti til varnaðar í Afríku

Grískur evrupeningur.
Grískur evrupeningur. Reuters

Vandræðin á evrusvæðinu undanfarna mánuði eru víti til varnaðar fyrir þá Afríkumenn sem aðhyllst hafa sameiginlegt myntbandalag nokkurra ríkja álfunnar. Þykja vandræði evrunnar undirstrika nauðsyn þess að undirbúa slíkt myntsamstarf af kostgæfni til að forðast sömu mistök og í evruríkjunum 16.

Þetta er skoðun David Marsh, stjórnanda fjármálafyrirtækisins Oxford Capital Markets, en hann viðrar hana í grein á vef Market Watch, systurvef Wall Street Journal.

Marsh kveðst hafa rætt gjaldeyrismál við afríska embættismenn og hefur eftir einum þeirra að evrukrísan hafi vakið menn af værum blundi í Afríku.

Sú spurning sé m.a. borin upp hvort gjaldmiðill með föstu gengi samræmist markmiðum þróunarríkja um hagvöxt.

Nálgast má grein Marsh hér.

mbl.is
SUMARHÚS - GESTAHÚS - BREYTINGAR
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
NP ÞJÓNUSTA
NP Þjónusta Tek að mér bókanir, umsjá reikninga ofl. Upplýsingar í síma 649-6134...
Löggildur Rafverktaki
Löggildur Rafverktaki getur tekið af sér auka verkefni. Upplýsingar í síma 6635...
 
Skipulagsmál
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipulags...
L edda 6018032019 ii
Félagsstarf
? EDDA 6018032019 II Mynd af auglýsi...
Samkoma
Félagsstarf
Fjáröflunarsamkoma Kristniboðsfélags k...
Hádegisfundur
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...