Skaut af handahófi

Frá vettvangi glæpsins í bænum Hyvinkää í Finnlandi í nótt.
Frá vettvangi glæpsins í bænum Hyvinkää í Finnlandi í nótt. AFP

Átján ára gamall finnskur karlmaður hefur játað að hafa skotið á hóp fólks í bænum Hyvinkää í Finnlandi um klukkan tvö í nótt. Maðurinn varð tveimur 18 ára gömlum ungmennum að bana og sjö liggja særðir á sjúkrahúsi, þar af er lögreglukona lífshættulega særð.

Maðurinn hefur enga ástæðu gefið fyrir verknaðinum og sagðist hafa valið skotmörkin af handahófi. Engar vísbendingar eru um að tengsl hafi verið á milli hans og fólksins sem hann myrti.

Lögregla hafði uppi á manninum snemma í morgun og þá var hann staddur skammt utan við bæinn. Í fórum hans fundist tvö vopn, en hann notaði annað þeirra, riffil, við morðin. 

Bærinn Hyvinkää er skammt frá Helsinki, höfuðborg Finnlands.


Frétt mbl.is: Tveir látnir eftir skotárás í Finnlandi

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert