37 látnir og 273 særðir

AFP

Að minnsta kosti 37 eru látnir og 273 særðir eftir fjölmargar árásir í Írak í dag. Írakar ganga að kjörborðinu innan nokkurra daga.

Árásirnar skipta tugum í borgum og bæjum um allt landið en sú mannskæðasta var gerð í höfuðborginni Bagdad.

mbl.is