Börnin tekin af foreldrum Maríu

Sasha Ruseva er blóðmóðir Maríu, en hún býr í Búlgaríu.
Sasha Ruseva er blóðmóðir Maríu, en hún býr í Búlgaríu. BGNES

Stjórnvöld í Búlgaríu hafa tekið öll börn af foreldrum Maríu, litlu stúlkunnar sem fannst hjá Rómafólki á Grikklandi. Börnin hafa verið setta á fósturheimili, en börnin eru á aldrinum tveggja ára til 15 ára.

Sasha Ruseva, móðir Maríu, býr ásamt fjölskyldu sinni í smábænum Nikolaevo í miðri Búlgaríu. Fjölskyldan býr við þröngan kost í niðurníddu húsi. Ekkert holræsakerfi er á svæðinu og rusl um allt.Sasha er 35 ára. Eiginmaðurinn heitir Atanas og er 38 ára. Þau búa með fimm af átta börnum sínum í einu herbergi með kolaeldavél.

Stjórnvöld í Búlgaríu hafa nú ákveðið að koma börnunum fyrir á fósturheimili. Þau segja að þau fari aftur til foreldranna þegar þau séu tilbúin til að annast uppeldi þeirra. Börnin muni áfram umgangast foreldra sína reglulega.

Búlgörsk yfirvöld ætla að óska eftir því við Grikki að Maria verði framseld til Búlgaríu en foreldrar hennar eru búlgarskir. Hún er núna í umsjón samtakanna Smile of the Child í Aþenu.

María við hlið Christos Sali og Selini Sali sem alið …
María við hlið Christos Sali og Selini Sali sem alið hafa hana upp í Grikklandi frá því hún var kornabarn. HO
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert