Báðu guð um vonarneista

Syrgjandi eftirlifendur fellibylsins Haiyan á Filippseyjum leituðu huggunar í messum víðs vegar um landið í dag. Flestir Filippseyingar eru kaþólskir. 

Kirkjurnar sem fólkið sóttu eru margar hverjar mikið skemmdar eftir fellibylinn sem gekk yfir eyjarnar síðustu helgi. 

Í guðsþjónustum hlustaði fólkið á huggunarorð prestanna og bað guð um vonarneista til að halda áfram. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert