Föst á flugvelli í viku með átta börn

Frá Roissy Charles de Gaulle flugvellinum í París
Frá Roissy Charles de Gaulle flugvellinum í París AFP

Kona frá Erítreu og átta börn hennar hafa setið föst á Charles de Gaulle-flugvellinum í París í meira en viku eftir að hafa verið vísað úr landi í Noregi af þarlendum yfirvöldum.

<div>Útlendingastofnun Noregs vísaði Simreth Wolbgeber og fjölskyldu hennar úr landi þann 12. mars sl. Var hún send til Frakklands á grundvelli Dyflinnarsamkomulags Evrópusambandsins sem tekur á<span>byrgð á meðferð hælisbeiðna, á að taka mál hælisleitenda fyrir í því ríki ESB og annarra ríkja sem eiga aðild að Schengen sem þeir komu fyrst til.</span></div><div>Fjölskyldan kom til Frakklands snemma á síðsta ári eftir að hafa flúið heimalandið vegna stjórnmálaástandsins þar. Það var í Frakklandi sem fyrst voru tekin af þeim fingraför og þau skráð sem hælisleitendur.</div><div>Frönsk yfirvöld segja vonlaust að finna viðunandi tímabundið aðsetur fyrir svo stóra fjölskyldu og því hafa Wolbgeber og börn hennar þurft að bíða á flugvellinum þar sem þau sofa í plastsætum í biðsal flugvallarins. Rauði krossinn hefur séð um að gefa þeim eitthvað að borða meðan á biðinni stendur.</div><div>Hjálparstarfsmenn á vegum kirkjunnar í Noregi gagnrýna meðferðina á fjölskyldunni harðlega og segja hana ómannúðlega.</div><div><a href="http://www.thelocal.fr/20140321/asylum-mum-stranded-in-paris-with-8-kids" target="_blank">Í viðtali við The Local </a>segir Ranveig Kaldhol hjá norsku kirkjunni í Ulsteinvik, þar sem Wolbgeber bjó áður en henni var vísað úr landi, að þetta sé skelfilegt. „Þetta eru saklaus börn og þau hafa ekki fengið eina almennilega máltíð. Þau lifa á drykkjum, bollakökum og jógúrt sem Rauði krossinn hefur fært þeim. Þau eru ekki með rúm eða sturtu. Yngsta barnið er aðeins fjögurra mánaða gamalt,“ segir Kaldhol í viðtalinu.</div><div>Hún segir að þegar börn eigi í hlut beri norskum stjórnvöldum að vera í sambandi við innflytjendaeftirlit í viðkomandi landi svo tryggt sé að tekið sé á móti þeim með mannsæmandi hætti. Ekki sé um glæpamenn að ræða.</div><div><span><a href="http://www.nrk.no/mr/jeg-er-veldig-redd-1.11621591" target="_blank">Á vef norska ríkisútvarpsins</a> kemur fram að börnin séu 2, 6, 8, 10, 12, 14 og 15 ára gömul auk þess sem er fjögurra mánaða. Það hafi verið veikt undanfarna daga og eins það sem er tveggja ára.</span></div>
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert