Herinn með öll völd á hendi sér

Herforingjaráðið í Taílandi sem nú fer með völd í landinu kallaði fráfarandi ríkisstjórn landsins á sinn fund í dag bannaði henni að yfirgefa landið. 

Herinn tók völdin í landinu í gær og tilkynnti að það væri gert vegna þess pólitíska óróa sem hefur ríkt í Taílandi undanfarna mánuði. Útgöngubann var í nótt og voru mótmælendur reknir af götunum. Öllum skólum landsins hefur verið lokað og fjölmiðlar hafa þagnað - herinn er með öll völd í hendi sér.

Fyrrverandi forsætisráðherra Taílands, Yingluck Shinawatra, sem var vikið frá völdum af stjórnskipunardómstól landsins fyrr í mánuðinum, kom á fund í bækistöð hersins í Bankok fyrr í dag. Kom hún á eigin ökutæki sem er brynvarinn, í herstöðina eftir að hafa fengið kvaðningu um að mæta á fund ráðsins.

Tugir annarra stjórnmálamanna var einnig gert að mæta á fund herforingjaráðsins. Samkvæmt upplýsingum frá hernum hefur 155 þjóðþekktum einstaklingum verið bannað að yfirgefa landið án heimildar. 

Það er herforinginnl Prayut Chan-O-Cha sem fer fyrir valdaráni hersins. Hann hefur meðal annars fellt úr gildi flestar greinar stjórnarskrárlandsins við litla hrifningu leiðtoga á vesturlöndum. Meðal þeirra sem hafa gagnrýnt valdaránið er framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, Ban Ki-moon, sem biður um að borgarar Taílands fái réttindi á ný. 

Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, John Kerry, gagnrýnir valdaránið harkalega og ekkert geti réttlætt það.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert