Öruggur sigur Erdogans

Nýkjörinn forseti Tyrklands, Recep Tayyip Erdoğan, fagnar hér öruggum sigri …
Nýkjörinn forseti Tyrklands, Recep Tayyip Erdoğan, fagnar hér öruggum sigri sínum. AFP

Recep Tayyip Erdogan var í dag kjörinn forseti Tyrklands, en hann vann með 51,8% atkvæða eftir talningu 99% atkvæða. Helsti mótframbjóðandi Erdogans, Ekmeleddin Ihsanoglu, hlaut 38,6% atkvæða.

Erdogan lofaði tyrknesku þjóðinni að verða öflugur leiðtogi og sagði að niðurstöðurnar mörkuðu upphaf nýs tímabils.

Erdogan, sem er 60 ára gamall, hefur verið forsætisráðherra frá árinu 2003 og hefur nú möguleika á að sitja sem forseti til ársins 2024, verði hann endurkjörinn.

Kosningarnar eru sögulegar að því leytinu til að fram til þessa hefur forseti Tyrklands ávallt verið kosinn af þinginu. Nú hafa hins vegar orðið breytingar á því að Erdogan er sá fyrsti í sögu landsins sem kosinn er af þjóðinni.

Þó að það sé einungis viðhafnarsiður að forseti sé í Tyrklandi hefur hann ýmis völd sér í hendi. Búist er þó við að Erdogan muni auka völd forseta, en hann hyggst breyta stjórnarskránni. 

„Í dag bindum við enda á þetta tímabil og tökum fyrstu skrefin inn í hið nýja,“ sagði Erdogan í sigurræðu sinni.

Stuðningsmenn Erdogan fagna á götum úti.
Stuðningsmenn Erdogan fagna á götum úti. AFP
mbl.is