„Enginn kafbátur í neyð“

Sænskir hermenn taka þátt í leitinni í dag.
Sænskir hermenn taka þátt í leitinni í dag. AFP

Rússnesk stjórnvöld segja að sé kafbátur í neyð undan sænska skerjagarðinum sé hann ekki rússneskur. Þetta segir rússneska varnarmálaráðuneytið en undanfarna sólarhringa hefur sænski herinn leitað í sjónum undan sænska skerjagarðinum utan við Stokkhólm að ókunnum hlut sem fjölmiðlar þar í landi segja að sé kafbátur. Sænsk stjórnvöld hafa enn ekki staðfest að leitað sé að kafbát. Og nú segja Rússarnir að hann sé alls ekki rússneskur.

Uppfært kl. 12.35: Sænska ríkissjónvarpið segir að sænskt herskip stefni nú hraðbyri út á opið haf, á svæði þar sem þyrla hersins sveimi yfir sjónum.

Ýmislegt bendir til þess að kafbátur sé á svæðinu, m.a. talstöðvarsamskipti milli Rúss­lands og Kan­holms­fjarðar, þar sem talið er að hinn meinti kaf­bát­ur sé. Þá hefur rússneskt olíuflutningaskip, sem var á leið til Danmerkur, „sikksakkað“ á svæðinu frá því á miðvikudag. Eftir að Sænska dagblaðið birti frétt um það hélt skipið sína leið, þó ekki til Danmerkur.

Samkvæmt rússnesku fréttastofunni Itar-Tass segir talsmaður varnarmálaráðuneytisins að rússneskir kafbátar og skip séu í sínum verkefnum samkvæmt áætlun. Engin neyð, svo sem slys, hafi komið upp hjá sjóförum rússneska hersins. 

Frétt mbl.is: Skip sikksakkar í skerjagarðinum

Sænskt herskip við leitina í dag.
Sænskt herskip við leitina í dag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert