Flóttafólk hefur áhrif á fylgi flokka

Stefan Löfven er formaður Jafnaðarmannaflokksins og forsætisráðherra Svíþjóðar
Stefan Löfven er formaður Jafnaðarmannaflokksins og forsætisráðherra Svíþjóðar AFP

Vinsældir þjóðernisflokksins Svíþjóðardemókratar aukast jafnt og þétt og samkvæmt nýrri könnun DN/Ipsos er flokkurinn með 17,8% fylgi. Flokkurinn hefur aldrei áður fengið jafn mikinn stuðning í könnun DN/Ipsos sem er birt einu sinni í mánuði.

David Ahlin, sem stýrir gerð skoðanakannana Ipsos, segir að allt frá kosningunum í september í fyrra hafi fylgi Svíþjóðardemókrata vaxið jafnt og þétt. Hann segir að hér skipti máli umræðan um flóttamenn og förufólk en flóttamenn hafa aldrei verið jafn margir í Evrópu frá því á tímum seinni heimstyrjaldarinnar.

Líkt og í síðustu kosningum þá eru jafnaðarmenn stærsti flokkurinn en fylgi hans mælist nú 26,8% og Hægri flokkurinn (Moderaterna) nýtur stuðnings 23,8% kjósenda.

Frétt DN.se

mbl.is

Bloggað um fréttina

Hyundai Getz árgerð 2007. Ekinn 187.000
Hyundai Getz árgerð 2007. Ekinn 187.000 km. Góður snattari sem þarf að laga aðei...
Infrarauðir Hitalampar fyrir allskyns verki 300w
Stórkostleg jákvæð áhrif á gikt, eykur virkni ýmissa ensíma sem bæta blóðrás og ...
Gefins rúm.
Gefins hjónarúm 158 x 203 ameríst. Uppl 8984207...