Líklegt að Hillary muni auka forskot sitt

Hillary Clinton mun líklega auka við forskot sitt að loknum ...
Hillary Clinton mun líklega auka við forskot sitt að loknum Ofurþriðjudeginum í dag. Hillary hefur nú þegar tryggt sér 448 kjörmenn. Kosið erum 878 kjörmenn í dag. 2.382 þarf til að sigra. AFP

Í dag er enginn venjulegur þriðjudagur, að minnsta kosti ekki í Bandaríkjunum. Dagurinn vestanahfs nefnist Ofurþriðjudagur (e. Super Tuesday) þar sem fara fram forkosningar fyrir komandi forsetakosningar í nóvember í þrett­án ríkj­um sam­tals. Í tveim­ur ríkj­anna, Alaska og Wyom­ing fara þó aðeins fram for­kosn­ing­ar re­públik­ana.

Frétt mbl.is: Bandaríkjamenn ganga til kosninga

Tímabil forkosninganna er 1. febrúar til 14. júní og mismunandi er hvort forkosningar flokkanna tveggja eru sama daginn í hverju ríki.

„Þetta er langfjölmennasti kjördagurinn í báðum flokkunum og frambjóðendur geta farið langt á lágmarkskjörmannafjölda í dag,“ segir Silja Bára Ómarsdóttir, aðjúnkt við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, í samtali við mbl.is. Tilgangurinn með Super Tuesday er því meðal annars að safna forskoti á aðra frambjóðendur.  

„Það sem skiptir mestu máli í dag er að kjörmönnunum er úthlutað hlutfallslega og því skiptir máli fyrir frambjóðendur að byggja upp forskot og þá munu þeir sem sitja aftarlega á merinni fara að detta út.“

Hillary Clinton og Bernie Sanders keppast um útnefningu Demókrataflokksins en fimm frambjóðendur keppast um útnefningu Repúblikanaflokksins. Líklegt verður þó að teljast að Ben Carson, taugaskurðlæknirinn frá Michigan, og John Kasich, ríkisstjóri Ohio, hellist úr lestinni áður en langt um líður, en þeir hafa einungis tryggt sér 4 og 6 kjörmenn. Donald Trump hefur tryggt sér 81 kjörmann og Öldungardeildarþingmennirnir Ted Cruz og Marco Rubio hafa báðir tryggt sér 17 kjörmenn.

Kosið verður um 661 kjörmann hjá repúblikönum í dag og gefst frambjóðendum því kjörið tækifæri til að auka við forskot sitt. 1.237 kjörmenn þarf til að hljóta útnefningu flokksins.

Öldungardeildarmaðurinn Marco Rubio þarf nauðsynlega á fleiri kjörmönnum að halda, ...
Öldungardeildarmaðurinn Marco Rubio þarf nauðsynlega á fleiri kjörmönnum að halda, ætli hann sér að komast í Hvíta Húsið fyrir hönd Repúblikanaflokksins. AFP
Öldungardeildarþingmaðurinn Ted Cruz þarf að leggja allt sitt traust á ...
Öldungardeildarþingmaðurinn Ted Cruz þarf að leggja allt sitt traust á kjósendur í ríkjunum 13 þar sem kosið er í dag. Kosið er í heimaríki hans, Texas, í dag. AFP

Trump líklegur ef hann nær 50% atkvæða í einu ríkjanna

„Talið hefur verið að Trump muni aldrei ná meira en 50% kosningu. En ef hann gerir það í einhverju ríkjanna í dag er hann orðinn miklu trúverðugri frambjóðandi heldur en fólk hélt að hann gæti mögulega orðið. Róðurinn er þungur nú þegar fyrir Rubio og Cruz, en verður enn þyngri ef fylgi Trump fer yfir 50% í einhverju ríkjanna í dag,“ segir Silja Bára.  

Texas er meðal þeirra ríkja þar sem gengið er til kosninga í dag. „Texas er mjög fjölmennt ríki og heimaríki Cruz. Ef hann getur ekki unnið það er það veikleikamerki fyrir hann í áframhaldinu,“ segir Silja Bára, sem telur jafnframt að Trump muni að öllum líkindum halda áfram að byggja upp forskot sitt.

Ef Donald Trump tekst að fá yfir 50% kosningu í ...
Ef Donald Trump tekst að fá yfir 50% kosningu í einu ríkjanna í dag verður hann að teljast ansi líklegur forsetaframbjóðandi Repúblikana í haust. AFP

Ofurkjörmennirnir geta skipt um skoðun

878 kjörmenn eru í pottinum hjá demókrötum. Til að hljóta útnefningu flokksins þarf 2.382 kjörmenn. Clinton hefur tryggt sér 448 kjörmenn en Sanders 80. 358 af kjörmönnum Clinton eru svokallaðir Superdelegates, eða ofurkjörmenn, og 15 af kjörmönnum Sanders. Ofurkjörmenn eru t.d. þingmenn, ríkisstjórar og ýmsir háttsettir flokksmenn.

„Ofurkjörmennirnir eru meirihlutinn af kjörmönnum sem Hillary hefur tryggt sér og þeir er óbundnir, sem þýðir að þeir geta skipt um skoðun,“ segir Silja Bára. Enn er því ótímabært að draga ályktanir um stöðu Clinton.

Silja Bára telur að þó að Clinton sé mjög sterk í þeim ríkjum sem kosið er í dag. „Demókratar úthluta kjörmönnum hlutfallslega, þar sem kosið er í dag, til þeirra frambjóðenda sem fá 15% eða meira fylgi. Það sem er sennilega að fara að gerast er að Clinton er að fara að vinna frekar stórt í flestum ríkjunum, sem þýðir að hún vinnur upp forskot á Sanders,“ segir Silja Bára.

Kosið er í Vermont í dag, heimaríki Bernie Sanders, og ...
Kosið er í Vermont í dag, heimaríki Bernie Sanders, og öruggt þykir að þar muni hann fara með öruggan sigur að hólmi. AFP

Clinton mun byggja upp forskot sitt, en skíttapa í Vermont

Sanders mun líklega hafa betur í þremur ríkjum, meðal annars heimaríki sínu, Vermont. „Clinton mun skíttapa í Vermont, en það er spurning hvort hún nái 15% og fái þá einhverja kjörmenn. Colorado og Minnesota eru með kjörfundi og þar er líklegra að Sanders muni ganga vel og jafnvel vinna.“

Silja Bára telur að eitthvað undarlegt og ófyrirsjáanlegt þurfi að gerast ef Clinton muni ekki takast að byggja upp forskot sitt í dag. „Þeim mun fleiri bundna kjörmenn sem þú ert með, þeim mun öruggari ertu um niðurstöðuna þegar á landsfund er komið.“

Hér er hægt að fylgjast með fjölda kjörmanna sem frambjóðendur hafa tryggt sér.

Næstu stóru forkosningar fara fram 15. mars, en þá er meðal annars kosið í Illinois, Florida og Ohio, heimaríkjum þriggja frambjóðenda. Silja Bára telur að þá verði málin farin að skýrast hjá demókrötum en það sé spurning hversu lengi frambjóðendur repúblikana muni halda áfram.

Ljóst er að slagurinn er rétt að byrja. Forkosningunum lýkur í júní og þá færist kosningabaráttan út fyrir flokkana sjálfa. Þá verður hasar.

mbl.is
Ford Transit árg 2007 9 manna
Ford Transit, 8 farþega. árgerð 2007 ek. 337.000 km. Hentar einnig sem leigubíl...
Bátakerru stolið
Þessari kerru var stolið um Hvítasunnuhelgina í bryggjuhverfinu í Reykjavík. Þei...
Teikning eftir Mugg til sölu
Teikning eftir Mugg til sölu, úr Sjöundi dagur í paradís, blýants og tússteiknin...
GLÆSILEGT HÚS T LEIGU Í VENTURA FLORIDA
Í húsi sem er v. 18 holu golfvöll eru 3 svh. m. sjónv., 2 bh., 1 wc, stór stofa,...
 
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...
Uppboð
Tilkynningar
UPPBOÐ Boðnir verða up...
Aðalfundur heimssýnar
Fundir - mannfagnaðir
???????? ??????? ???????????????? ? ???...