Umsóknin formlega dregin til baka

AFP

Svissnesk stjórnvöld hafa sent Evrópusambandinu bréf þar sem formlega er tilkynnt að umsókn Sviss um inngöngu í sambandið frá árinu 1992 sé dregin til baka.

Bréfið var sent í lok síðasta mánaðar og undirritað af Johann Schneider-Ammann, forseta sambandsráðs Sviss, og Walter Thurnherr, kanslara ríkisins. Svissneska dagblaðið Blick greinir frá þessu. Vísað er til þess í bréfinu að bæði neðri og efri deild svissneska þingsins hafi fyrr á þessu ári samþykkt að umsóknin yrði dregin til baka.

Sviss sótti um inngöngu í Efnahagsbandalag Evrópu, forvera Evrópusambandsins, fyrir tæpum aldarfjórðungi. Svissneskir kjósendur höfnuðu nokkru síðar aðild að Evrópska efnahagssvæðinu (EES) í þjóðaratkvæði og var umsóknin þá sett til hliðar og ekki formlega dregin til baka fyrr en nú.

Frétt mbl.is: Draga ESB-umsókn Sviss til baka

mbl.is

Bloggað um fréttina

Vantar þig kisu?
Vantar þig kisu? Hérna er úrval katta í heimilisleit;https://www.kattholt.is/kis...
Til sölu byggingarkrani
Byggingarkrani Liebherr 112 EC-H árg. 1992, með skoðun og í notkun. Áhugasamir h...
Sumarbústaðalóðir til sölu í Vaðnesi
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu s...
NP ÞJÓNUSTA
NP Þjónusta Sé um liðveislu við bókhaldslausnir o.fl. Hafið samband í síma 831-8...