Niðrandi ummæli í myndbandi

Donald Trump.
Donald Trump. AFP

Myndband frá árinu 2005 hefur verið birt sem sýnir forsetaframbjóðandann Donald Trump hafa uppi niðrandi ummæli um konur.

Dagblaðið Washington Post fékk myndbandið í hendurnar og hefur það nú verið birt á bandarískri sjónvarpsstöð.

Þar montar Trump sig af því að hafa þuklað á konum og reynt að stunda með þeim kynlíf, þar á meðal einni giftri konu.

„Þegar maður er stjarna þá leyfa þær manni þetta,“ sagði Trump. „Grípa í píkuna á þeim. Maður getur gert hvað sem er.“

Myndbandið þykir ýta undir umræðu um meint kvenhatur frambjóðandans. 

Myndbandið, sem er þriggja mínútna langt, var tekið þegar Trump mætti á tökustað sjónvarpsþáttanna Days of Our Lives.

„Ég reyndi við hana og mér mistókst, ég viðurkenni það,“ sagði Trump í myndbandinu.

Frambjóðandinn var á þessum tíma kvæntur sinni þriðju eiginkonu, Melaniu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert