Stjórnvöld í Ekvador lokuðu á netið

Julian Assange, stofnandi Wikileaks.
Julian Assange, stofnandi Wikileaks. AFP

Stjórnvöld í Ekvador segjast hafa lokað á netaðgang Julians Assange, stofnanda WikiLeaks, sem dvelur í sendiráði Ekvadors í London.

Ástæðuna segja þau vera leka sem gæti haft áhrif á kosningarnar í Bandaríkjunum. WikiLeaks hefur á undanförnum vikum birt tölvupósta frá kosningaherferð forsetaframbjóðandans Hillary Clinton.

„Stjórnvöld í Ekvador vilja ekki skipta sér af alþjóðamálum annarra ríkja. Þau skipta sér ekki af kosningaferli annarra ríkja og styðja ekki einn frambjóðanda umfram annan,“ sagði í yfirlýsingu frá utanríkisráðuneyti Ekvador.

Í framhaldinu sagðist það hafa lokað tímabundið á samskiptaleiðir hjá sendiráðinu.

Þau neituðu því einnig að Bandaríkin hefðu beitt þau þrýstingi um að loka netaðgangi Assange.

Banda­rísk stjórn­völd höfðu áður neitað ásök­un­um Wiki­leaks um að þau hafi farið þess á leit við yf­ir­völd í Ekvador að þau neituðu Assange um aðgengið.

Frétt mbl.is: Neita aðild að netleysi Assange

Wiki­leaks héldu því fram á mánudag að Assange hefði verið svipt­ur aðgangi að netinu eft­ir að sam­tök­in birtu ræður sem Cl­int­on hélt fyr­ir fjár­mála­fyr­ir­tækið Goldm­an Sachs.

Assange á svölum sendiráðsins í London.
Assange á svölum sendiráðsins í London. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert