Ekki annað kalt stríð

Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri NATO.
Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri NATO. AFP

Atlantshafsbandalagið hefur ekki áhuga á öðru köldu stríði og hefur ekki áhuga á að lenda upp á kant við Rússa, segir framkvæmdastjóri NATO, Jens Stoltenberg, í viðtali við BBC.

Hann segir að með því að bæta fjögur þúsund hermönnum við í Austur-Evrópu sé ekki verið að koma stað átökum heldur sé þetta gert í varnarskyni.

Stoltendberg segir að þrátt fyrir spennu í samskiptum núna þá líti varnarbandalagið ekki á Rússa sem ógn en samskipti milli vesturveldanna og Rússa hefur sjaldan eða aldrei verið jafn stirt og nú frá lokum kalda stríðsins. 

Bandaríkin og Evrópusambandið settu viðskiptaþvinganir á Rússa í kjölfar deilunnar á Krímskaga árið 2014. Eins hefur verið tekist á um stríðið í Sýrlandi þar sem vestræn ríki hafa sakað Rússa um stríðsglæpi með loftárásum á almenna borgara í hverum Aleppo sem eru undir stjórn stjórnarandstæðinga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert