12 ára klappstýra svipti sig lífi

Mallory Grossman fór að finna fyrir útskúfun í október í ...
Mallory Grossman fór að finna fyrir útskúfun í október í fyrra. Ástandið versnaði sífellt.

Fjölskylda tólf ára gamallar stúlku sem framdi sjálfsvíg ætlar í mál við skólann hennar í New Jersey fyrir að hafa ekki gripið í taumana vegna áreitis á netinu sem stúlkan varð fyrir.

Lögmaður fjölskyldu Mallory Grossman segir að skólaskrifstofan, sem skóli stúlkunnar heyrir undir, verði stefnt fyrir vanrækslu. 

Mollory æfði fimleika og var klappstýra í skólanum sínum. Hún sagði móður sinni frá því fyrst í október í fyrra að henni fyndist hún skilin út undan og litin hornauga. Hún stytti sér aldur í júní. Hún hafði þá að sögn móður hennar orðið fyrir miklu einelti af hálfu bekkjarfélaga sinna, bæði í eigin persónu og einnig á netinu. Lögmaður fjölskyldunnar segir að ummæli sem viðhöfð voru um stúlkuna hafi sum hver verið gróf og andstyggileg. Flestir gerendurnir eru stúlkur.

Mallory Grossman var tólf ára. Hún æfði fimleika og var ...
Mallory Grossman var tólf ára. Hún æfði fimleika og var klappstýra í skólanum sínum.

„Mánuðum saman var henni sagt að hún væri aumingi, að hún ætti enga vini og að lokum var hún spurð: Af hverju drepur þú þig ekki?“ segir lögmaðurinn í samtali við AP-fréttastofuna. Móðir hennar segir að áhrif eineltisins hafi verið bæði líkamleg og andleg. Hún hafi farið að fá mikla höfuðverki og einkunnirnar hennar lækkuðu hratt.

Vilja stöðva einelti núna

Dianne Grossman, móðir Mallory, segir að faðir hennar hafi biðlað til skólayfirvalda að grípa í taumana. Það hafi engan árangur borið. Hún segir að þau hafi farið rétt að, fyrst talað við kennara og loks skólastjórann. Allir hafi svarað því sama: „Við skulum kanna þetta.“

Daginn sem Mallory svipti sig lífi var móðir hennar enn einu sinni stödd í skólanum til að ræða eineltið og viðbrögð við því við skólayfirvöld.

Grossman segir að mögulega hafi skólinn gert eitthvað, hún vilji ekki trúa öðru. Það hafi hins vegar alls ekki verið nóg. Hún segir að skólastjórnendur verði að skoða undir yfirborðið. Það sé ekki nóg að segjast ekki hafa haldbær sönnunargögn í höndunum. 

Lögmaður fjölskyldunnar segir að til greina komi að fara í mál við foreldra þeirra barna sem lögðu Mallory í einelti. Hann segist ekki óttast að opna einhverja „ormagryfju“ sem gæti haft í for með sér holskeflu málsókna. Hann segir það akkúrat það sem þau ætli sér; að opna umræðu um einelti upp á gátt. „Við viljum binda enda á þetta í eitt skipti fyrir öll.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Innfluttningur á enn betra verði fyrir alla
Hjálpum fólki að útvega allt frá Bretlandi á mun lægra verði sem viðkemur vinnu...
Flott föt, fyrir flottar konur
Vertu þú sjálf, vertu Bella Donna Fallegur og vandaður fatnaður, frá Hollandi, ...
Byggingastjórn - Húsasmíðameistari
Tek að mér byggingastjórn og uppáskrift húsasmíðameistara. Nýbyggingar, viðhald...
Til sölu Færeyingur Haffrúin 6032
Gengur í Strandveiðina, Ný vél, vökvagír, skrúfa og mælaborð, nýtt rafkerfi,raf...
 
Bænasamkoma
Félagsstarf
Bænasamkoma kl. 20 í Kristniboðssalnum...
Ert þú skapandi
Sérfræðistörf
Ert þú SKAPANDI? Árvakur leitar eftir...
L edda 6018012319iii
Félagsstarf
? EDDA 6018012319 III Mynd af auglýs...
Byggðakvóti
Tilkynningar
Auglýsing vegna úthlutunar byggða...