Höfnuðu ákvörðun um Jerúsalem

Nikki Haley (til hægri) sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, ræðir …
Nikki Haley (til hægri) sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, ræðir við breska sendiherrann Matthew Rycroft. AFP

Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna hefur samþykkt frumvarp um að hafna viðurkenningu Bandaríkjanna á því að Jerúsalem verði höfuðborg Ísraels. Alls greiddu 128 þjóðir atkvæði með frumvarpinu á móti 9.

35 lönd sátu hjá í atkvæðagreiðslunni. 

Sendiherra Ísraels hjá Sameinuðu þjóðunum sagði á þinginu fyrr í dag að þjóð hans verði aldrei „hrakin í burtu“ frá Jerúsalem.

„Engin ályktun frá allsherjarþingi kom hrekja okkur í burtu frá Jerúsalem,“ sagði sendiherrann Danny Danon á fundinum þar sem 193 þjóðir eiga sæti.

Danny Danon, sendiherra Ísraela, í ræðustól á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna.
Danny Danon, sendiherra Ísraela, í ræðustól á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. AFP

Frumvarp um að hafna viðurkenningu Bandaríkjanna var sent til allsherjarþingsins eftir að Bandaríkin greiddu atkvæði gegn því í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna á mánudaginn. Hin fjórtán aðildarríkin að ráðinu kusu með frumvarpinu en Egyptar höfðu óskað eftir því kosið yrði um málið.

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti hef­ur hótað því að þau ríki sem myndu greiða at­kvæði gegn Banda­ríkj­un­um á alls­herj­arþinginu eigi á hættu að verða af þró­un­araðstoð frá landinu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina