Höfnuðu ákvörðun um Jerúsalem

Nikki Haley (til hægri) sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, ræðir ...
Nikki Haley (til hægri) sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, ræðir við breska sendiherrann Matthew Rycroft. AFP

Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna hefur samþykkt frumvarp um að hafna viðurkenningu Bandaríkjanna á því að Jerúsalem verði höfuðborg Ísraels. Alls greiddu 128 þjóðir atkvæði með frumvarpinu á móti 9.

35 lönd sátu hjá í atkvæðagreiðslunni. 

Sendiherra Ísraels hjá Sameinuðu þjóðunum sagði á þinginu fyrr í dag að þjóð hans verði aldrei „hrakin í burtu“ frá Jerúsalem.

„Engin ályktun frá allsherjarþingi kom hrekja okkur í burtu frá Jerúsalem,“ sagði sendiherrann Danny Danon á fundinum þar sem 193 þjóðir eiga sæti.

Danny Danon, sendiherra Ísraela, í ræðustól á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna.
Danny Danon, sendiherra Ísraela, í ræðustól á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. AFP

Frumvarp um að hafna viðurkenningu Bandaríkjanna var sent til allsherjarþingsins eftir að Bandaríkin greiddu atkvæði gegn því í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna á mánudaginn. Hin fjórtán aðildarríkin að ráðinu kusu með frumvarpinu en Egyptar höfðu óskað eftir því kosið yrði um málið.

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti hef­ur hótað því að þau ríki sem myndu greiða at­kvæði gegn Banda­ríkj­un­um á alls­herj­arþinginu eigi á hættu að verða af þró­un­araðstoð frá landinu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

KTM 390 Duke árg. 2018
Eigum á lager til afgreiðslu strax. Frábært 150 kg. hjól, 44 hp. 6 gíra. Létt og...
Sendibílaþjónustan Skutla. Sími 867-1234
Tökum að okkur allrahanda sendibílaþjónustu á sanngjörnu verði. Sjá nánar á www....
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f.útl - ENSKA - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA: I, II, III, IV, V, VI: START/BYRJA: 2018: SUMAR: 23/7...