Fimmti stærsti demantur heims

Mynd af demantinum fylgdi með tilkynningunni frá Gem Diamonds.
Mynd af demantinum fylgdi með tilkynningunni frá Gem Diamonds. AFP

Demantur sem talið er að sé fimmti stærsti demantur heims fannst nýverið í Afríkuríkinu Lesótó. Demanturinn er metinn á um 40 milljónir bandaríkjadala, sem svarar til tæplega 4,2 milljarða króna.

Námafyrirtækið Gem Diamonds greindi frá fundinum í dag en demanturinn er í d-lit og fannst í Letseng-námu fyrirtækisins í smáríkinu. Ekki kemur fram hvenær hann fannst en í tilkynningu kemur fram að hann sé 910 karöt og af einstökum gæðum. Hlutabréf fyrirtækisins hækkuðu um rúm 14% í verði í kauphöllinni í London í dag eftir að tilkynning var send út um demantinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert