Navalny handtekinn í Moskvu

Alexei Navalny á blaðamannafundi á miðvikudaginn.
Alexei Navalny á blaðamannafundi á miðvikudaginn. AFP

Rússar hafa handtekið leiðtoga stjórnarandstöðunnar, Alexei Navalny, á mótmælafundi sem var haldinn í Moskvu.

Navalny efndi til mótmælanna vegna fyrirhugaðra forsetakosninga í landinu þar sem búist er við að Vladimir Pútín, forseti Rússlands, verði áfram í embætti til ársins 2024.

„Ég hef verið handtekinn,“ sagði Navalny á Twitter. „Þetta hefur enga þýðingu.“

Stuðningsmenn Navalny á mótmælafundinum.
Stuðningsmenn Navalny á mótmælafundinum. AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert