Fyrstu hjálpargögnin til Ghouta á þessu ári

Einn af liðsmönnum hjálparsveita Hvítu hjálmanna virðir hér fyrir sér …
Einn af liðsmönnum hjálparsveita Hvítu hjálmanna virðir hér fyrir sér eyðileggingu í bænum Medeira í Austur-Ghouta eftir átökin undanfarið. AFP

Fyrsta bílalest hjálpargagna frá því í nóvember kom til Austur-Ghouta , sem er á svæði uppreisnarmanna á Sýrlandi á mánudag að því er Sameinuðu þjóðirnar greindu frá.

Sýrlenski stjórnarherinn hefur undanfarið staðið fyrir hörðum árásum á borgir og bæi í  Ghouta og létust rúmlega 250 almennir borgarar á árásunum í síðustu viku.

Fyrsta bílalest Sameinuðu þjóðanna og Rauða hálfmánans á þessu ári kom yfir átakalínurnar í Nashabieh í Austur-Ghouta á mánudag til að deila út matvælum og lyfjum til 7.200 manns, sem þar við umsátursástand, að því er segir í upplýsingum frá skrifstofu mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna.

Um 400.000 manns búa á svæðinu fyrir, sem er fyrir utan Damaskus og hefur fólkið búið við umsátursástand frá 2013 og búa við verulega matar- og lyfjaskort.

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna íhugar nú að setja fram ályktun þar sem krafist er 30 daga vopnahlés á svæðinu svo að hægt sé að koma þangað matvælum og lyfjum til íbúa. 

Svíþjóð og Kúveit hafa lagt fram drög að ályktuninni, en í henni er einnig farið fram á að umsátrinu um Austur-Ghouta verði hætt þegar í stað. Rússar, sem eru bandamenn Bashar al-Assad Sýralandsforseta, höfnuðu í síðustu viku sambærilegri tillögu og sögðu hana ekki raunhæfa. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert