Mótmæla orkumálatilskipun ESB

mbl.is/​Hari

Verkalýðshreyfingin í Noregi leggst gegn því að norska Stórþingið samþykki þriðja orkumálapakka Evrópusambandsins í gegnum EES-samninginn. Mikil andstaða er við málið á meðal norskra stjórnmálamanna og hagsmunasamtök starfsmanna í orkuiðnaðinum leggjast einnig gegn því að umrædd löggjöf sambandsins verði innleidd í Noregi.

Fram kemur í frétt norska dagblaðsins Nationen að áður hafi ýmis stór aðildarfélög innan verkalýðshreyfingarinnar lýst sig andsnúin innleiðingar löggjafarinnar sem felur í sér samþykkt á því að norski orkuiðnaðurinn falli undir valdsvið stofnunar Evrópusambandsins á sviði orkumála sem nefnd er ACER (Agency for the Cooperation of Energy Regulators).

Verkalýðshreyfingin telur að ekki hægt að mæla með því að löggjöfin verði samþykkt án þess að gerð verði nákvæm úttekt á afleiðingum þess. Mikil andstaða er einnig innan norska Verkamannaflokksins en forysta hans er þó hlynnt því að innleiða löggjöfina. Miðflokkurinn og Sósíalíski vinstriflokkurinn leggjast hins vegar gegn löggjöfinni.

Leiðtogi Verkamannaflokksins, Jonas Gahr Støre, hefur sagt að verði orkumálapakkinn ekki samþykktur gæti Evrópusambandið sett hömlur á orkuútflutning Norðmanna. Þessu hafa samtök starfsmanna orkufyrirtækja í Noregi vísað á bug. Ætlast er til þess einnig að umrædd löggjöf sambandsins um orkumál verði tekin upp hér á landi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert