6 fangar farast í áhlaupi lögreglu

Palmasol fangelsið þykir eitt það hættulegasta í Bólivíu.
Palmasol fangelsið þykir eitt það hættulegasta í Bólivíu. Kort/Google

Bólivíska lögreglan gerði áhlaup á fangelsi í austurhluta landsins í dag, þar sem komið hafði til óeirða nýlega Sex fangar létust í lögregluaðgerðunum og um tuttugu til viðbótar eru særðir að því er AFP-fréttastofan hefur eftir yfirvöldum.

Jose Luis Quiroga, aðstoðarinnanríkisráðherra Bólivíu, sagði hina sex látnu fanga alla hafa veitt lögreglu mótspyrnu. Þá hefðu fimm lögreglumenn og 18 fangar særst í aðgerðunum sem farið var í til að leita að vopnum og fíkniefnum í Palmasola-fangelsinu í kjölfar óeirða þar.

Um 2.000 lögreglumenn tóku þátt í áhlaupinu sem hófst rétt fyrir dögun. Vika er frá því að það kom til óeirða í fangelsinu eftir stjórnvöld úrskurðuðu að börn yngri en sex ára megi ekki heimsækja ættingja í fangelsi.

Lögregluforinginn Alfonso Mendoza sagði ýmislegt hafa fundist við leit lögreglu í dag, m.a. „eimingartæki til bruggunar og endalaust úrval af fíkniefnum til sölu, maríjúana og kókaíni,“ sagði hann. „Það ríkti fullkomin lögleysa í Palmasola.“

Fangelsið þykir eitt það hættulegasta í Bólivíu, en fangelsi landsins eiga að geta hýst 3.730 fanga en eru þess í stað með rúmlega 15.000 fanga innan sinna veggja.

mbl.is
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Einyrki-Launakerfi.Launaseðlar í Excel
Töflukerfi í MS-Excel fyrir Launaútreikn,Launaseðla, Skilagr RSK og Lífeyrissj. ...
ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...
Klettar - Heilsárshús - 65fm + 35fm svefnloft
Splunkunýtt! Klettar - Heilsárshús Klettar er heilsárshús sem flestir ættu að...